Heldur á vit ævintýranna á Ítalíu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Linda Jóhannsdóttir er eigandi Pastel paper en stendur fyrir myndlistarsýningunni Ástarljóð sem opnar í dag. Aldís Pálsdóttir Listakonan Linda Jóhannsdóttir hefur komið víða að í hinum skapandi heimi og er á leið til Flórens í framhaldsnám í listum. Hún stendur fyrir sýningunni Ástarljóð sem opnar í dag klukkan 17:00 í Gallerí Sólveig Hólm. Linda hefur aðallega unnið list sína á pappír og er eigandi og hönnuður merkisins Pastelpaper en á þessari sýningu sýnir hún í fyrsta skipti stór abstrakt verk á stiga. Innri þörf til að skapa „Innblásturinn kemur alls staðar frá. Ég elska að labba um í gömlum hverfum bæði hérna heima og erlendis og skoða litasamsetningar á húsum og umhverfum, form og áferðir. Svo er klárlega ákveðin innri þörf til að skapa sem ýtir manni áfram. Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því, þessi sýning til dæmis tróð sér að vissu leyti fram þegar ég ætlaði að vera gera annað, en þörfin fyrir það að mála var sterkari,“ segir Linda í samtali við blaðamann. View this post on Instagram A post shared by Linda Jóhannsdóttir (@linda_johannsdottir) Sýningin markar tímamót í lífi Lindu. „Hún er ákveðið uppgjör, hvert verk er partur í ástarljóði sem verður að sýningu. Sýningin er ákveðið bless í bili og góður punktur áður en við höldum á vit ævintýranna á Ítalíu og lærum eitthvað nýtt.“ View this post on Instagram A post shared by PASTELPAPER (@pastelpaper_insta) Spjall í heita pottinum leiddi til ákvörðunarinnar Linda ákvað að leita að skóla úti þar sem hana hefur alla ævi langað að búa á Ítalíu ásamt því að langa í framhaldsnám í listum. „Ég fann skóla og eftir langt spjall í heita pottinum í sumarbústaðnum með manninum mínum ákvað ég að sækja um og sjá svo til hvort ég kæmist inn.“ Hún komst inn og gott betur þar sem hún fékk 50% námsstyrk frá skólanum. Hún segir inntökuferlið hafa snúist um möppu, ferilskrá og viðtöl. „Það var því ekki aftur snúið og flytjum við fjölskyldan til Ítalíu í lok mánaðarins. Sýning er því til að kveðja í bili, er sölusýning og mun salan á verkum fara upp í skólagjöldin mín.“ Mun hún deila ævintýrunum á Instagram reikningi sínum sem hún segir helgaðan listinni. View this post on Instagram A post shared by Linda Jóhannsdóttir (@linda_johannsdottir) „Opnunin er í dag frá klukkan 17:00 til 20:00 í Gallerí Sólveig Hólm, Faxafeni 10 og eru allir velkomnir en það verða léttar veitingar og gleði,“ segir Linda að lokum. Sýningin er opin fram á næsta sunnudag. Myndlist Menning Ítalía Íslendingar erlendis Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Innri þörf til að skapa „Innblásturinn kemur alls staðar frá. Ég elska að labba um í gömlum hverfum bæði hérna heima og erlendis og skoða litasamsetningar á húsum og umhverfum, form og áferðir. Svo er klárlega ákveðin innri þörf til að skapa sem ýtir manni áfram. Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því, þessi sýning til dæmis tróð sér að vissu leyti fram þegar ég ætlaði að vera gera annað, en þörfin fyrir það að mála var sterkari,“ segir Linda í samtali við blaðamann. View this post on Instagram A post shared by Linda Jóhannsdóttir (@linda_johannsdottir) Sýningin markar tímamót í lífi Lindu. „Hún er ákveðið uppgjör, hvert verk er partur í ástarljóði sem verður að sýningu. Sýningin er ákveðið bless í bili og góður punktur áður en við höldum á vit ævintýranna á Ítalíu og lærum eitthvað nýtt.“ View this post on Instagram A post shared by PASTELPAPER (@pastelpaper_insta) Spjall í heita pottinum leiddi til ákvörðunarinnar Linda ákvað að leita að skóla úti þar sem hana hefur alla ævi langað að búa á Ítalíu ásamt því að langa í framhaldsnám í listum. „Ég fann skóla og eftir langt spjall í heita pottinum í sumarbústaðnum með manninum mínum ákvað ég að sækja um og sjá svo til hvort ég kæmist inn.“ Hún komst inn og gott betur þar sem hún fékk 50% námsstyrk frá skólanum. Hún segir inntökuferlið hafa snúist um möppu, ferilskrá og viðtöl. „Það var því ekki aftur snúið og flytjum við fjölskyldan til Ítalíu í lok mánaðarins. Sýning er því til að kveðja í bili, er sölusýning og mun salan á verkum fara upp í skólagjöldin mín.“ Mun hún deila ævintýrunum á Instagram reikningi sínum sem hún segir helgaðan listinni. View this post on Instagram A post shared by Linda Jóhannsdóttir (@linda_johannsdottir) „Opnunin er í dag frá klukkan 17:00 til 20:00 í Gallerí Sólveig Hólm, Faxafeni 10 og eru allir velkomnir en það verða léttar veitingar og gleði,“ segir Linda að lokum. Sýningin er opin fram á næsta sunnudag.
Myndlist Menning Ítalía Íslendingar erlendis Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira