Fundu málverk metið á átta milljarða undir rúmi svikahrapps Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 20:15 Málverkið Sol Poente eftir Tamara do Amaral sem fannst í lögreglurassíunni. AP Málverk eftir Tarsila do Amaral, einn þekktasta listmálara Brasilíu, fannst falið undir rúmi meints svikahrapps í lögreglurassíu á Ipanema-strönd í Rio de Janeiro á miðvikudagsmorgun. Rassían tengdist margra milljarða listaverkastuldi og fjársvikum sem beindust að 82 ára gamalli konu. Olíumálverkið Sol Poente eða Sólsetur eftir Amaral er frá árinu 1929 og er metið á 300 milljónir brasilískra reala, rétt tæplega átta milljarða íslenskra króna. Málverkið fannst undir rúmi í lögreglurassíu sem beindist að hópi svikahrappa sem höfðu notfært sér 82 ára gamla ekkju listaverkasafnara, frelsissvipt hana og stolið um sextán málverkum af henni. Quadro de Tarsila do Amaral, avaliado em R$250 milhões, é encontrado embaixo da cama de falsa vidente. Créditos: Divulgação#ODia pic.twitter.com/O0IJoK7VyF— Jornal O Dia (@jornalodia) August 10, 2022 Dóttir konunnar meðal hinna grunuðu Fjórir voru handteknir í tengslum við málverkafundinn en þeirra á meðal var dóttir fórnarlambsins. Lögreglan grunar hópinn um að hafa stolið sextán málverkum, að andvirði 709 milljóna brasilískra reala eða um 19 milljarða íslenskra króna, af konunni. Málverkið Operarios eftir Amaral.AP Af þeim sextán málverkum sem hurfu af heimili konunnar voru nokkur seld til safnara og listasafna. Þar á meðal voru tvö málverk seld til MALBA, rómansk-ameríska listasafnsins í Bueons Aires, í Argentínu og þrjú voru rakin til listagallerís í São Paulo í Brasilíu. Auk þess hafði skartgripum að andvirði rúmlega 160 milljarða íslenskra króna verið stolið af heimilinu. Buðust til að bjarga dótturinni Að sögn lögreglunnar í Brasilíu hófust þessi stórfelldu fjársvik í janúar 2020 þegar dóttir konunnar réði loddaraskyggn sem spáði því að dóttirin væri við dauðans dyr. Skyggnið fór síðan með gömlu konuna til spámanns og afró-brasilískrar hofgyðju sem staðfestu spádóminn. Næstu vikurnar bauð tríóið fram aðstoð sína til að bjarga dóttur konunnar og létu gömlu konuna greiða fyrir þá þjónustu. Þegar grunsemdir vöknuðu hjá konunni um heilindi fólksins og hún neitaði að borga lokuðu þau hana inni á heimili hennar, hótuðu henni, börðu hana og rændu listaverkum af henni. Hópurinn stal alls sextán málverkum af gömlu konunni en þau eru metin á rúmlega 18 milljarða íslenskra króna.AP Brasilía Myndlist Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Olíumálverkið Sol Poente eða Sólsetur eftir Amaral er frá árinu 1929 og er metið á 300 milljónir brasilískra reala, rétt tæplega átta milljarða íslenskra króna. Málverkið fannst undir rúmi í lögreglurassíu sem beindist að hópi svikahrappa sem höfðu notfært sér 82 ára gamla ekkju listaverkasafnara, frelsissvipt hana og stolið um sextán málverkum af henni. Quadro de Tarsila do Amaral, avaliado em R$250 milhões, é encontrado embaixo da cama de falsa vidente. Créditos: Divulgação#ODia pic.twitter.com/O0IJoK7VyF— Jornal O Dia (@jornalodia) August 10, 2022 Dóttir konunnar meðal hinna grunuðu Fjórir voru handteknir í tengslum við málverkafundinn en þeirra á meðal var dóttir fórnarlambsins. Lögreglan grunar hópinn um að hafa stolið sextán málverkum, að andvirði 709 milljóna brasilískra reala eða um 19 milljarða íslenskra króna, af konunni. Málverkið Operarios eftir Amaral.AP Af þeim sextán málverkum sem hurfu af heimili konunnar voru nokkur seld til safnara og listasafna. Þar á meðal voru tvö málverk seld til MALBA, rómansk-ameríska listasafnsins í Bueons Aires, í Argentínu og þrjú voru rakin til listagallerís í São Paulo í Brasilíu. Auk þess hafði skartgripum að andvirði rúmlega 160 milljarða íslenskra króna verið stolið af heimilinu. Buðust til að bjarga dótturinni Að sögn lögreglunnar í Brasilíu hófust þessi stórfelldu fjársvik í janúar 2020 þegar dóttir konunnar réði loddaraskyggn sem spáði því að dóttirin væri við dauðans dyr. Skyggnið fór síðan með gömlu konuna til spámanns og afró-brasilískrar hofgyðju sem staðfestu spádóminn. Næstu vikurnar bauð tríóið fram aðstoð sína til að bjarga dóttur konunnar og létu gömlu konuna greiða fyrir þá þjónustu. Þegar grunsemdir vöknuðu hjá konunni um heilindi fólksins og hún neitaði að borga lokuðu þau hana inni á heimili hennar, hótuðu henni, börðu hana og rændu listaverkum af henni. Hópurinn stal alls sextán málverkum af gömlu konunni en þau eru metin á rúmlega 18 milljarða íslenskra króna.AP
Brasilía Myndlist Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira