Vill fá að stinga á egg máva sem trufli svefnfrið og ráðist á Garðbæinga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2022 21:00 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. arnar halldórsson Garðabær mun fara markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum. Bæjarstjórinn vill fá leyfi til þess að stinga á mávaegg á friðlýstum svæðum en svefnvana íbúar kvarta undan stanslausu áreiti frá fuglunum. Mávar virðast til mikilla vandræða í Sjálandinu í Garðabæ en íbúar hafa kvartað undan fjölda máva. Þeir segja mávana trufla svefnfrið, ráðast á fólk og íbúar kalla eftir því að Garðabær grípi til aðgerða. Mávurinn er raunar til svo mikilla trafala að hann var sérstaklega tekinn fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær. Ástæðan var sú að Garðabær fór fram á það við Náttúrufræðistofnun að bærinn fengi leyfi til að fækka sílamáv með því að stinga á egg í Gálgahrauni, en svæðið þar er friðlýst. Stofnunin gaf ekki grænt ljóst á slíka undanþágu og þar með fær bærinn ekki að stinga á egg í hrauninu. „Í þessu tilviki virðast yfirvöld, það er að segja viðkomandi stofnanir, vera að hnekkja okkur á því að það sé ekki víst að þetta skili þeim árangri sem til er ætlast. Það er að segja að halda stofninum í skefjum, og við viljum endilega taka það samtal áfram því það er mikilvægt atriði fyrir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins að mávi sé haldið í skefjum,“ sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vill vernda aðra fuglastofna Bærinn sé reiðubúinn til að fara í rannsóknir með Náttúrufræðistofnun um mávastofninn og stofn mófugla sem verða fyrir barðinu á mávnum. Það má segja að einstakt samband hafi verið í gegnum tíðina á milli mávsins og bæjarins en í einu stuðningsmannalagi Stjörnunnar er sungið um mávinn sem hvetur liðið áfram. Hlusta má á lagið í sjónvarpsfréttinni. Þessi einstaka ást mávsins á Garðabæ virðist ekki endurgoldin en Almar segir fuglinn varg og því muni bærinn fara í það markvisst að stinga á egg á stöðum sem ekki eru friðlýstir. „Það er alveg klárt að við setjum upp áætlanir núna til þess að gera meira á þeim svæðum þar sem okkur er heimilt að gera það og svo höldum við áfram samtalinu við Náttúrufræðistofnun og aðra um það að geta gripið til ráðstafanna líka í friðlandinu.“ Almar Guðmundsson segir mávinn varg og vill vernda aðra stofna frá honum.arnar halldórsson Hann kallar eftir samtali við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við séum með samræmdar aðgerðir gagnvart ágangi máva því þeir eru auðvitað hrifnir af okkur í Garðabæ en þeir eru líka hrifnir af ýmsum öðrum og því er mikilvægt að bregðast við í samræmi við aðra.“ Garðabær Fuglar Dýr Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Mávar virðast til mikilla vandræða í Sjálandinu í Garðabæ en íbúar hafa kvartað undan fjölda máva. Þeir segja mávana trufla svefnfrið, ráðast á fólk og íbúar kalla eftir því að Garðabær grípi til aðgerða. Mávurinn er raunar til svo mikilla trafala að hann var sérstaklega tekinn fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær. Ástæðan var sú að Garðabær fór fram á það við Náttúrufræðistofnun að bærinn fengi leyfi til að fækka sílamáv með því að stinga á egg í Gálgahrauni, en svæðið þar er friðlýst. Stofnunin gaf ekki grænt ljóst á slíka undanþágu og þar með fær bærinn ekki að stinga á egg í hrauninu. „Í þessu tilviki virðast yfirvöld, það er að segja viðkomandi stofnanir, vera að hnekkja okkur á því að það sé ekki víst að þetta skili þeim árangri sem til er ætlast. Það er að segja að halda stofninum í skefjum, og við viljum endilega taka það samtal áfram því það er mikilvægt atriði fyrir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins að mávi sé haldið í skefjum,“ sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vill vernda aðra fuglastofna Bærinn sé reiðubúinn til að fara í rannsóknir með Náttúrufræðistofnun um mávastofninn og stofn mófugla sem verða fyrir barðinu á mávnum. Það má segja að einstakt samband hafi verið í gegnum tíðina á milli mávsins og bæjarins en í einu stuðningsmannalagi Stjörnunnar er sungið um mávinn sem hvetur liðið áfram. Hlusta má á lagið í sjónvarpsfréttinni. Þessi einstaka ást mávsins á Garðabæ virðist ekki endurgoldin en Almar segir fuglinn varg og því muni bærinn fara í það markvisst að stinga á egg á stöðum sem ekki eru friðlýstir. „Það er alveg klárt að við setjum upp áætlanir núna til þess að gera meira á þeim svæðum þar sem okkur er heimilt að gera það og svo höldum við áfram samtalinu við Náttúrufræðistofnun og aðra um það að geta gripið til ráðstafanna líka í friðlandinu.“ Almar Guðmundsson segir mávinn varg og vill vernda aðra stofna frá honum.arnar halldórsson Hann kallar eftir samtali við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við séum með samræmdar aðgerðir gagnvart ágangi máva því þeir eru auðvitað hrifnir af okkur í Garðabæ en þeir eru líka hrifnir af ýmsum öðrum og því er mikilvægt að bregðast við í samræmi við aðra.“
Garðabær Fuglar Dýr Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira