Oftöldu starfsmenn og brutu gegn lögum um hópuppsagnir Árni Sæberg skrifar 10. ágúst 2022 14:20 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur slegið á putta Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Arnar Sjúkratryggingar Íslands gerðust brotlegar gegn lögum um hópuppsagnir þegar fjórtán manns var sagt upp í október árið 2020. Sjúkratryggingar töldu sig ekki þurfa að fara að lögunum þar sem 143 störfuðu hjá stofnuninni og því væri tíu prósenta þröskuldi laganna ekki náð. Í áliti umboðsmanns Alþingis segir að þrír þeirra sem sagt var upp störfum hefðu leitað álits hans vegna uppsagnarinnar. Kvörtunin byggði meðal annars á því að vegna þess fjölda sem hefði verið sagt upp störfum samtímis hefði stofnuninni verið skylt að fylgja ákvæðum laga um hópuppsagnir. Umboðsmaður afmarkaði umfjöllun sína við þann þátt málsins. Málavextir voru þeir að í september 2020 samþykkti stjórn Sjúkratrygginga Íslands nýtt skipurit fyrir stofnunina. Í því fólst að í stofnuninni yrðu færri stjórnunareiningar en áður og stöður þriggja sviðsstjóra og ellefu deildarstjóra yrðu lagðar niður. Þrír þeirra sem sagt var upp töldu farir sínar ekki sléttar þar sem þeir töldu að lög um hópuppsagnir hefðu átt að gilda í þeirra tilviki. Til þess að um hópuppsögn sé að ræða í skilningi laganna þarf að segja upp tíu prósent starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar á þrjátíu daga tímabili ef starfsmenn eru eitt til þrjú hundruð talsins. Í tilfelli SÍ voru 143 sem þáðu laun frá stofnuninni og því leit hún svo á að fjórtán uppsagnir nægðu ekki til þess að ná tíu prósent þröskuldinum. Álitsbeiðendur töldu það hins vegar ekki standast enda væru fimm þeirra 143 launþega stjórnarmenn sem skipaðir eru af yfirvöldum og því ekki starfsmenn í skilningi laganna og leituðu því til Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun leit svo á að heimilt væri að telja starfsmenn nefnda og stjórnarmanna stofnana, sem sannanlega væru venjulega í vinnu hjá atvinnurekanda, með í heildarfjölda starfsmanna við mat á því hvort um hópuppsögn væri að ræða í skilningi laga um hópuppsagnir. Töldu lögin ekki eiga við um sig Sjúkratryggingar Íslands sögðu í svari við bréfi umboðsmanns að samkvæmt tilskipun Evrópuráðsins ættu lög um hópuppsagnir ekki við um starfsmenn opinberra stofnanna með vísan til samræmingarreglu evrópuréttarins. Umboðsmaður leit hins vegar svo á að undanþága opinberra stofnana í tilskipuninni hefði ekki verið innleidd í íslenskan rétt, enda hafi hún verið valkvæð, og því giltu lögin fullum fetum um opinberar stofnanir. Næst rakti umboðsmaður það að stjórnarmenn sem skipaðir eru af heilbrigðisráðherra geti ekki talist til starfsmanna Sjúkratrygginga enda væri þeim falið að hafa eftirlit með skipulagi og starfsemi stofnunarinnar sem að öðru leyti lýtur stjórn forstjóra. „Þótt stjórnarmenn fái greidda þóknun af rekstrarfé stofnunarinnar er þar af leiðandi ekki unnt að líta svo á að þeir lúti stjórn nokkurs innan hennar eða að eðli stöðu þeirra gagnvart stofnuninni sé með þeim hætti að þeir séu starfsmenn hennar,“ segir í áliti umboðsmanns. Þannig var rúmlega tíu prósent starfsfólks sagt upp enda voru starfsmenn í skilningi laganna aðeins 138 en ekki 143. Umboðsmaður beinir tilmælum til SÍ að leita leiða til að rétta hlut álitsbeiðenda en að öðru leyti verði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif framangreinds annmarka ef hlutaðeigandi kjósa að leggja mál sín í þann farveg. Þá beinir umboðsmaður tilmælum til SÍ að gæta framvegis að þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu. Umboðsmaður Alþingis Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í áliti umboðsmanns Alþingis segir að þrír þeirra sem sagt var upp störfum hefðu leitað álits hans vegna uppsagnarinnar. Kvörtunin byggði meðal annars á því að vegna þess fjölda sem hefði verið sagt upp störfum samtímis hefði stofnuninni verið skylt að fylgja ákvæðum laga um hópuppsagnir. Umboðsmaður afmarkaði umfjöllun sína við þann þátt málsins. Málavextir voru þeir að í september 2020 samþykkti stjórn Sjúkratrygginga Íslands nýtt skipurit fyrir stofnunina. Í því fólst að í stofnuninni yrðu færri stjórnunareiningar en áður og stöður þriggja sviðsstjóra og ellefu deildarstjóra yrðu lagðar niður. Þrír þeirra sem sagt var upp töldu farir sínar ekki sléttar þar sem þeir töldu að lög um hópuppsagnir hefðu átt að gilda í þeirra tilviki. Til þess að um hópuppsögn sé að ræða í skilningi laganna þarf að segja upp tíu prósent starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar á þrjátíu daga tímabili ef starfsmenn eru eitt til þrjú hundruð talsins. Í tilfelli SÍ voru 143 sem þáðu laun frá stofnuninni og því leit hún svo á að fjórtán uppsagnir nægðu ekki til þess að ná tíu prósent þröskuldinum. Álitsbeiðendur töldu það hins vegar ekki standast enda væru fimm þeirra 143 launþega stjórnarmenn sem skipaðir eru af yfirvöldum og því ekki starfsmenn í skilningi laganna og leituðu því til Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun leit svo á að heimilt væri að telja starfsmenn nefnda og stjórnarmanna stofnana, sem sannanlega væru venjulega í vinnu hjá atvinnurekanda, með í heildarfjölda starfsmanna við mat á því hvort um hópuppsögn væri að ræða í skilningi laga um hópuppsagnir. Töldu lögin ekki eiga við um sig Sjúkratryggingar Íslands sögðu í svari við bréfi umboðsmanns að samkvæmt tilskipun Evrópuráðsins ættu lög um hópuppsagnir ekki við um starfsmenn opinberra stofnanna með vísan til samræmingarreglu evrópuréttarins. Umboðsmaður leit hins vegar svo á að undanþága opinberra stofnana í tilskipuninni hefði ekki verið innleidd í íslenskan rétt, enda hafi hún verið valkvæð, og því giltu lögin fullum fetum um opinberar stofnanir. Næst rakti umboðsmaður það að stjórnarmenn sem skipaðir eru af heilbrigðisráðherra geti ekki talist til starfsmanna Sjúkratrygginga enda væri þeim falið að hafa eftirlit með skipulagi og starfsemi stofnunarinnar sem að öðru leyti lýtur stjórn forstjóra. „Þótt stjórnarmenn fái greidda þóknun af rekstrarfé stofnunarinnar er þar af leiðandi ekki unnt að líta svo á að þeir lúti stjórn nokkurs innan hennar eða að eðli stöðu þeirra gagnvart stofnuninni sé með þeim hætti að þeir séu starfsmenn hennar,“ segir í áliti umboðsmanns. Þannig var rúmlega tíu prósent starfsfólks sagt upp enda voru starfsmenn í skilningi laganna aðeins 138 en ekki 143. Umboðsmaður beinir tilmælum til SÍ að leita leiða til að rétta hlut álitsbeiðenda en að öðru leyti verði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif framangreinds annmarka ef hlutaðeigandi kjósa að leggja mál sín í þann farveg. Þá beinir umboðsmaður tilmælum til SÍ að gæta framvegis að þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.
Umboðsmaður Alþingis Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira