Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 14:01 Birta Sólveig Söring, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Katla Þ. Njálsdóttir og Kolbeinn Sveinsson. Aðsend „Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins. „Strandgate-kvikmyndahátíðin er fínn millivegur leikrits og gjörnings. Verkið hefst um leið og gestir mæta í hús. Inni í anddyri eru plaköt af stærstu kvikmyndum ársins: Ekkjan, Hefnandinn 4: Hinsta hefnd hefnandans, Blesi & Lesbían, períódan Móðurharðindin og norska stórmyndin Jeg heter Lina. Ljósin dofna og stef hátíðarinnar hefst. Fyrsti kynnar kvöldsins ganga inn við brjáluð fagnaðarlæti áhorfenda. Framundan er stærsta kvöld ársins, sprenghlægilegt, stútfullt af glamúr, drama og mögnuðum kvikmyndum,“ segir Katla um þessa óhefðbundnu hátíð þar sem mörkin á milli hins raunverulega og óraunverulega eru óljós. Kvikmyndirnar eru nefnilega skáldaðar sem og hátíðin sjálf en hátíðin fer samt fram í raunveruleikanum. Kolbeinn Sveinsson sem Hollywood stjarna í mikilvægu hlutverki.Stikla úr stuttmynd Skilaboð frá umheiminum Það eru þau Birta Sólveig Söring, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Katla Þ. Njálsdóttir og Kolbeinn Sveinsson sem skipa upprunalega teymið á bak við hátíðina. „Berglind og Kolbeinn fengu þessa hugmynd eftir að þau voru búin að ákveða að ætla að sækja um í skapandi sumarstörfum. Þau fóru að breinstorma og þessi hugmynd endaði á blaði. Þau heyrðu þá í mér og Birtu því þau áttuðu sig á því að það þyrfti nú fleiri en tveir að standa á bak við þetta verkefni og the rest is history. Það tók okkur Birtu ekki neinn tíma að segja já við þessu,“ segir Katla og bætir við: „Við komumst blessunarlega inn hjá skapandi sumarstörfum og ákváðum þá að þetta myndi ekki virka nema ef við gerðum þetta vel.“ Því ákváðu þau að bæta Ágústi Erni Börgessyni Wigum, tökumanni og klippara í hópinn. „Við vorum nefnilega svo lukkuleg að fá viðburða- og menningarstyrk bæjarráðs og fullt samstarf með Bæjarbíói. Sem við tókum sem merki frá umheiminum að þessi hátíð þyrfti að vera gerð með öllum þeim metnaði sem bjó innra með okkur.“ Leikarar bregða sér í hlutverk stórstjarna í stórmyndum.Stikla úr stuttmynd Óvenjuleg kvikmyndahátíð Viðburðahaldarar segja að hugmyndin að þessari hátíð hafi kviknað út frá sameiginlegri ástríðu þeirra fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum. Á stóra kvöldinu ætla þau að „pota“ í hefðbundnari verðlaunahátíðir á borð við Edduna og Óskarinn. „Á hátíðinni er gert grín að klisjukenndum íslenskum kvikmyndum sem sýna gráan og hryllilegan raunveruleika fólks. Miðaldra húsmóðirin sem á erfitt, unglingsstrákar að finna sig, mikið grátið, mikið öskrað, mikil sorg, sem furðulega séð á að framkalla hlátrasköll. Við erum þó ekki bara að gera grín að kollegum okkar, tökum fram mjög góðlátlegt grín. Að þá gerum við líka grín að Hollywood risunum. Þið verðið bara að mæta til að sjá.“ Mörkin á milli leiksýningar, gjörnings og uppistands eru óljós og virðist allt eiga við hátíðina. „Kvikmyndahátíðin okkar, sem dregur nafn sitt af Strandgötunni í Hafnarfirði, er uppskeruhátíð fræga fólksins. Nema hvað, þetta eru allt myndir sem enginn hefur séð, leiknar af stórstjörnum sem enginn þekkir!“ Hópurinn sem um ræðir fer í allra kvikinda líki, bæði sem kynnar, tæknimenn, ljósmyndarar, leikstjórar og heimsfrægir leikarar. Katla Þórudóttir Njálsdóttir við dramatískt augnablik.Stikla úr stuttmynd Væntingastjórnun Katla segir að hópurinn sé búinn að vera að vinna mikið með væntingastjórnun fyrir stóru stundina. „Þannig við ætlum að gefa okkur það að enginn hlæi svo allt geti komið okkur á óvart. Ég get allavega sagt að við erum sjálf að grenja úr hlátri út af okkar eigin klippum og þar af leiðandi að eigin gríni.“ Verkið er sextíu mínútna kvöldskemmtun sem fer fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld klukkan 20:00. Forsvarsmenn hátíðarinnar bjóða alla velkomna. „Ef það verður uppselt á viðburðinn þá hvetjum við fólk samt til að mæta, því það er frítt inn þannig ef einhver forfallast er hægt að hoppa inn, eða bara standa. Þetta er nú bara klukkustund.“ Stikla úr stuttmynd Gestir mega búast við ósvikinni upplifun þrátt fyrir allt. „Þrátt fyrir að stórleikararnir séu auðvitað skáldaðir karakterar sem leika í skálduðum myndum þá er trú okkar að við náum að fanga anda kvikmyndahátíða um allan heim svo áhorfendur upplifi sig sem þátttakendur í stærsta kvöldi fræga fólksins - og í þetta skipti getur hvað sem er komið upp á,“ segir Katla að lokum. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Leikhús Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ástfangin á rauða dreglinum Baltasar Kormákur og listakonan Sunneva Ása Weisshappel voru glæsileg á rauða dreglinum við heimsfrumsýningu nýjustu myndar Baltasars sem ber heitið Beast. Idris Elba lét sig ekki vanta á svæðið en hann fer með aðalhlutverk myndarinnar. 10. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
„Strandgate-kvikmyndahátíðin er fínn millivegur leikrits og gjörnings. Verkið hefst um leið og gestir mæta í hús. Inni í anddyri eru plaköt af stærstu kvikmyndum ársins: Ekkjan, Hefnandinn 4: Hinsta hefnd hefnandans, Blesi & Lesbían, períódan Móðurharðindin og norska stórmyndin Jeg heter Lina. Ljósin dofna og stef hátíðarinnar hefst. Fyrsti kynnar kvöldsins ganga inn við brjáluð fagnaðarlæti áhorfenda. Framundan er stærsta kvöld ársins, sprenghlægilegt, stútfullt af glamúr, drama og mögnuðum kvikmyndum,“ segir Katla um þessa óhefðbundnu hátíð þar sem mörkin á milli hins raunverulega og óraunverulega eru óljós. Kvikmyndirnar eru nefnilega skáldaðar sem og hátíðin sjálf en hátíðin fer samt fram í raunveruleikanum. Kolbeinn Sveinsson sem Hollywood stjarna í mikilvægu hlutverki.Stikla úr stuttmynd Skilaboð frá umheiminum Það eru þau Birta Sólveig Söring, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Katla Þ. Njálsdóttir og Kolbeinn Sveinsson sem skipa upprunalega teymið á bak við hátíðina. „Berglind og Kolbeinn fengu þessa hugmynd eftir að þau voru búin að ákveða að ætla að sækja um í skapandi sumarstörfum. Þau fóru að breinstorma og þessi hugmynd endaði á blaði. Þau heyrðu þá í mér og Birtu því þau áttuðu sig á því að það þyrfti nú fleiri en tveir að standa á bak við þetta verkefni og the rest is history. Það tók okkur Birtu ekki neinn tíma að segja já við þessu,“ segir Katla og bætir við: „Við komumst blessunarlega inn hjá skapandi sumarstörfum og ákváðum þá að þetta myndi ekki virka nema ef við gerðum þetta vel.“ Því ákváðu þau að bæta Ágústi Erni Börgessyni Wigum, tökumanni og klippara í hópinn. „Við vorum nefnilega svo lukkuleg að fá viðburða- og menningarstyrk bæjarráðs og fullt samstarf með Bæjarbíói. Sem við tókum sem merki frá umheiminum að þessi hátíð þyrfti að vera gerð með öllum þeim metnaði sem bjó innra með okkur.“ Leikarar bregða sér í hlutverk stórstjarna í stórmyndum.Stikla úr stuttmynd Óvenjuleg kvikmyndahátíð Viðburðahaldarar segja að hugmyndin að þessari hátíð hafi kviknað út frá sameiginlegri ástríðu þeirra fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum. Á stóra kvöldinu ætla þau að „pota“ í hefðbundnari verðlaunahátíðir á borð við Edduna og Óskarinn. „Á hátíðinni er gert grín að klisjukenndum íslenskum kvikmyndum sem sýna gráan og hryllilegan raunveruleika fólks. Miðaldra húsmóðirin sem á erfitt, unglingsstrákar að finna sig, mikið grátið, mikið öskrað, mikil sorg, sem furðulega séð á að framkalla hlátrasköll. Við erum þó ekki bara að gera grín að kollegum okkar, tökum fram mjög góðlátlegt grín. Að þá gerum við líka grín að Hollywood risunum. Þið verðið bara að mæta til að sjá.“ Mörkin á milli leiksýningar, gjörnings og uppistands eru óljós og virðist allt eiga við hátíðina. „Kvikmyndahátíðin okkar, sem dregur nafn sitt af Strandgötunni í Hafnarfirði, er uppskeruhátíð fræga fólksins. Nema hvað, þetta eru allt myndir sem enginn hefur séð, leiknar af stórstjörnum sem enginn þekkir!“ Hópurinn sem um ræðir fer í allra kvikinda líki, bæði sem kynnar, tæknimenn, ljósmyndarar, leikstjórar og heimsfrægir leikarar. Katla Þórudóttir Njálsdóttir við dramatískt augnablik.Stikla úr stuttmynd Væntingastjórnun Katla segir að hópurinn sé búinn að vera að vinna mikið með væntingastjórnun fyrir stóru stundina. „Þannig við ætlum að gefa okkur það að enginn hlæi svo allt geti komið okkur á óvart. Ég get allavega sagt að við erum sjálf að grenja úr hlátri út af okkar eigin klippum og þar af leiðandi að eigin gríni.“ Verkið er sextíu mínútna kvöldskemmtun sem fer fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld klukkan 20:00. Forsvarsmenn hátíðarinnar bjóða alla velkomna. „Ef það verður uppselt á viðburðinn þá hvetjum við fólk samt til að mæta, því það er frítt inn þannig ef einhver forfallast er hægt að hoppa inn, eða bara standa. Þetta er nú bara klukkustund.“ Stikla úr stuttmynd Gestir mega búast við ósvikinni upplifun þrátt fyrir allt. „Þrátt fyrir að stórleikararnir séu auðvitað skáldaðir karakterar sem leika í skálduðum myndum þá er trú okkar að við náum að fanga anda kvikmyndahátíða um allan heim svo áhorfendur upplifi sig sem þátttakendur í stærsta kvöldi fræga fólksins - og í þetta skipti getur hvað sem er komið upp á,“ segir Katla að lokum. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
Leikhús Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ástfangin á rauða dreglinum Baltasar Kormákur og listakonan Sunneva Ása Weisshappel voru glæsileg á rauða dreglinum við heimsfrumsýningu nýjustu myndar Baltasars sem ber heitið Beast. Idris Elba lét sig ekki vanta á svæðið en hann fer með aðalhlutverk myndarinnar. 10. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Ástfangin á rauða dreglinum Baltasar Kormákur og listakonan Sunneva Ása Weisshappel voru glæsileg á rauða dreglinum við heimsfrumsýningu nýjustu myndar Baltasars sem ber heitið Beast. Idris Elba lét sig ekki vanta á svæðið en hann fer með aðalhlutverk myndarinnar. 10. ágúst 2022 12:00