Þrír LIV-kylfingar töpuðu máli gegn PGA Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2022 15:01 Matt Jones er á meðal þeirra þriggja sem töpuðu málinu fyrir PGA-mótaröðinni. Vísir/Getty Þrír kylfingar á LIV-mótaröðinni í golfi hafa tapað máli gegn bandarísku PGA-mótaröðinni fyrir bandarískum dómstólum. Þeir kröfðust þess að fá að spila á FedEx-mótinu. FedEx-mótið er frábrugðið öðrum mótum á PGA-mótaröðinni er þar er notast við umspilskerfi. Kylfingar vinna sér inn stig á meðan tímabilinu á PGA-mótaröðinni stendur og stigafjöldinn ræður því hvort þeir komist á FedEx-mótin sem eru þrjú talsins. Fyrsta mótið er um helgina, FedEx St. Jude-meistaramótið, þar sem 125 efstu kylfingarnir í stigagjöfinni taka þátt. Þrír kylfingar sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina, Ástralinn Matt Jones og Bandaríkjamennirnir Talor Gooch og Hudson Swafford, kröfðust þess fyrir rétti í Bandaríkjunum að spila á mótinu. Allir hafa þeir verið í banni frá PGA-mótaröðinni eftir skipti sín, líkt og aðrir kylfingar sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. Þeir höfðu unnið sér inn keppnisrétt á mótinu um helgina og sögðu bannið valda sér „óbætanlegan skaða“. Dómarinn í málinu dæmdi hins vegar gegn kylfingunum, og með PGA-mótaröðinni. Hann sagði ábatann frá himinháum greiðslum LIV-mótaraðarinnar hafa legið fyrir, sem og bannið frá PGA, og byggi á reikningi leikmanna sem hafi vitað hvað þeir væru að gefa eftir með því að skipta yfir á LIV-mótaröðina. Í tilkynningu frá LIV Golf greindu samtökin frá vonbrigðum sínum með dóminn þar sem sagði enn fremur: „Enginn græðir á því að banna kylfinga frá því að spila“. Lögsókn þremenningana er aðskilin frá þeirri sem ellefu LIV-kylfingar, þar á meðal Phil Mickelson og Ian Poulter, hafa beint að PGA. Þar er reynt við lögmæti bannsins, en í tilfelli máls vikunnar reyndu kylfingarnir að fá banninu tímabundið lyft til að þeir gætu spilað um helgina. FedEx St. Jude-meistaramótið hefst á fimmtudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Golf frá klukkan 19:00 þann daginn. Allir fjórir mótsdagar verða í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. LIV-mótaröðin Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
FedEx-mótið er frábrugðið öðrum mótum á PGA-mótaröðinni er þar er notast við umspilskerfi. Kylfingar vinna sér inn stig á meðan tímabilinu á PGA-mótaröðinni stendur og stigafjöldinn ræður því hvort þeir komist á FedEx-mótin sem eru þrjú talsins. Fyrsta mótið er um helgina, FedEx St. Jude-meistaramótið, þar sem 125 efstu kylfingarnir í stigagjöfinni taka þátt. Þrír kylfingar sem skiptu yfir á LIV-mótaröðina, Ástralinn Matt Jones og Bandaríkjamennirnir Talor Gooch og Hudson Swafford, kröfðust þess fyrir rétti í Bandaríkjunum að spila á mótinu. Allir hafa þeir verið í banni frá PGA-mótaröðinni eftir skipti sín, líkt og aðrir kylfingar sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. Þeir höfðu unnið sér inn keppnisrétt á mótinu um helgina og sögðu bannið valda sér „óbætanlegan skaða“. Dómarinn í málinu dæmdi hins vegar gegn kylfingunum, og með PGA-mótaröðinni. Hann sagði ábatann frá himinháum greiðslum LIV-mótaraðarinnar hafa legið fyrir, sem og bannið frá PGA, og byggi á reikningi leikmanna sem hafi vitað hvað þeir væru að gefa eftir með því að skipta yfir á LIV-mótaröðina. Í tilkynningu frá LIV Golf greindu samtökin frá vonbrigðum sínum með dóminn þar sem sagði enn fremur: „Enginn græðir á því að banna kylfinga frá því að spila“. Lögsókn þremenningana er aðskilin frá þeirri sem ellefu LIV-kylfingar, þar á meðal Phil Mickelson og Ian Poulter, hafa beint að PGA. Þar er reynt við lögmæti bannsins, en í tilfelli máls vikunnar reyndu kylfingarnir að fá banninu tímabundið lyft til að þeir gætu spilað um helgina. FedEx St. Jude-meistaramótið hefst á fimmtudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Golf frá klukkan 19:00 þann daginn. Allir fjórir mótsdagar verða í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
LIV-mótaröðin Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira