Fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornafirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. ágúst 2022 18:23 Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, kynnti í dag fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornarfirði. Samsett Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, greindi í dag frá fyrstu drögum að uppbyggingu nýs miðbæjar á Höfn í Hornafirði. Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes stendur að baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta sem hönnuðu meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi. Aðspurður út í aðdragandann að þessum drögum sagði Sigurjón að skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins hefði fengið teikningarnar inn á sitt borð nýlega. Þar hafi drögin verið kynnt fyrir nefndarmeðlimum og nú væru þau að koma þessu út í kosmósinn til að fólk geti séð hugmyndirnar og það geti átt sér stað umræða meðal íbúa. Sigurjón sagði síðan að skipulagsvinna færi fljótlega af stað. Í þessum fyrirhugaða nýja miðbæ segir Sigurjón að sé meðal annars gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, mathöll og „svæði til að halda skemmtilegar hátíðir og gera sögunni skil.“ Engin ljón í veginum „Við þurfum að taka upp samtal við þá sem vilja fara í uppbygginguna og við þurfum að tryggja alla samninga, meðal annars um lóðir,“ sagði Sigurjón um hver næstu skref væru. Loftmynd af nýja miðbænum þar sem má sjá íbúðarhúsnæði, garð og opið svæði með plássi fyrir tónleikahald.Aðsent Þá sagði hann að það þyrfti að færa eina götu og huga að ýmsu varðandi lagnir en hins vegar væru engin „ljón í veginum, nema vinna,“ eins og hann orðaði það. Sveitarfélagið þyrfti ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem flestar bygginganna væru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið væri á þeirra athafnasvæði sem væri núna að færast til. „En það er gert ráð fyrir því að vernda hluta af gömlu húsunum, gamla bragga,“ bætti hann við. Þurfi að bregðast við skorti á húsnæði Sigurjón segir að Skinney-Þinganes, útgerðarfélag á staðnum, standi að baki verkefninu í samráði við arkitektastofuna Batteríið arkitekta sem gerðu líka nýja miðbæinn á Selfossi. Eins og þar geti þessi nýi miðbær trekkt fólk að. Opna svæðið í nýja miðbænum séð frá jörðu. Þarna virðist vra gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir tónleika eða aðrar útiskemmtanir.Aðsent Þá segir Sigurjón að þessi nýi miðbær sé hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem sé í gangi í sveitarfélaginu nú þegar. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði hérna. Það hefur ekki verið nægilega mikið byggt og við erum í vandræðum, bæði með húsnæði fyrir fólk sem vill búa hérna og starfa en líka fyrir fólk sem kemur hingað að vinna,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að þörfin sé því mikil og sveitarfélagið ætli í þá uppbyggingu samhliða nýja miðbænum. Nú þurfi sveitarfélagið að taka samtalið við Skinney-Þinganes um alls konar atriði og samninga, heyra í íbúum og hagsmunaaðilum og „svo bara fulla ferð,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að sveitarfélagið þurfi ekki að kaupa upp neitt húsnæði þar sem flest húsin á svæðinu séu í eigu Skinneyjar-Þinganess.Aðsent Húsnæðismál Sveitarfélagið Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Aðspurður út í aðdragandann að þessum drögum sagði Sigurjón að skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins hefði fengið teikningarnar inn á sitt borð nýlega. Þar hafi drögin verið kynnt fyrir nefndarmeðlimum og nú væru þau að koma þessu út í kosmósinn til að fólk geti séð hugmyndirnar og það geti átt sér stað umræða meðal íbúa. Sigurjón sagði síðan að skipulagsvinna færi fljótlega af stað. Í þessum fyrirhugaða nýja miðbæ segir Sigurjón að sé meðal annars gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, mathöll og „svæði til að halda skemmtilegar hátíðir og gera sögunni skil.“ Engin ljón í veginum „Við þurfum að taka upp samtal við þá sem vilja fara í uppbygginguna og við þurfum að tryggja alla samninga, meðal annars um lóðir,“ sagði Sigurjón um hver næstu skref væru. Loftmynd af nýja miðbænum þar sem má sjá íbúðarhúsnæði, garð og opið svæði með plássi fyrir tónleikahald.Aðsent Þá sagði hann að það þyrfti að færa eina götu og huga að ýmsu varðandi lagnir en hins vegar væru engin „ljón í veginum, nema vinna,“ eins og hann orðaði það. Sveitarfélagið þyrfti ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem flestar bygginganna væru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið væri á þeirra athafnasvæði sem væri núna að færast til. „En það er gert ráð fyrir því að vernda hluta af gömlu húsunum, gamla bragga,“ bætti hann við. Þurfi að bregðast við skorti á húsnæði Sigurjón segir að Skinney-Þinganes, útgerðarfélag á staðnum, standi að baki verkefninu í samráði við arkitektastofuna Batteríið arkitekta sem gerðu líka nýja miðbæinn á Selfossi. Eins og þar geti þessi nýi miðbær trekkt fólk að. Opna svæðið í nýja miðbænum séð frá jörðu. Þarna virðist vra gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir tónleika eða aðrar útiskemmtanir.Aðsent Þá segir Sigurjón að þessi nýi miðbær sé hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem sé í gangi í sveitarfélaginu nú þegar. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði hérna. Það hefur ekki verið nægilega mikið byggt og við erum í vandræðum, bæði með húsnæði fyrir fólk sem vill búa hérna og starfa en líka fyrir fólk sem kemur hingað að vinna,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að þörfin sé því mikil og sveitarfélagið ætli í þá uppbyggingu samhliða nýja miðbænum. Nú þurfi sveitarfélagið að taka samtalið við Skinney-Þinganes um alls konar atriði og samninga, heyra í íbúum og hagsmunaaðilum og „svo bara fulla ferð,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að sveitarfélagið þurfi ekki að kaupa upp neitt húsnæði þar sem flest húsin á svæðinu séu í eigu Skinneyjar-Þinganess.Aðsent
Húsnæðismál Sveitarfélagið Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira