Endurskoða þurfi fjármögnun vegakerfisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2022 20:01 Guðjón M. Ólafsson er formaður bæjarráðs Fjallabyggðar arnar halldórsson Endurskoða þarf fjármögnun vegakerfisins að mati formanns bæjarráðs Fjallabyggðar. Hann leggur til að kílómetragjald verði sett á alla ökumenn óháð mannvirkjum. Í gær fjölluðum við um ósætti meðal íbúa í Fjallabyggð vegna frumvarps innviðaráðherra um fyrirhugaða gjaldtöku í öll jarðgöng landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar sagði óforsvaranlegt að rukka ætti fólk fyrir að keyra í gegnum göng á borð við Múlagöng og Strákagöng þegar þau uppfylla ekki öryggiskröfur. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir í umsögn frumvarpið að gjaldtakan muni leggjast afar þungt á fámenn byggðarlög, þá sérstaklega Fjallabyggð þar sem íbúar gætu ekki farið á milli bæjarhluta til að sækja almenna þjónustu eða atvinnu innan bæjarfélagsins, né út úr bænum nema gegn gjaldi um löngu úreld samgöngumannvirki. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar segir að hætta þurfi að horfa á það hvernig einstaka verkefni skulu fjármögnuð og að leggja þurfi áherslu á það hvernig þjóðin geti sameiginlega borið ábyrgð á uppbyggingu innviða í landinu. Innviðakerfið sem viðhaft hafi verið á Íslandi til að fjármagna vegakerfið virki ekki. „Í fyrsta lagi hefur þeim fjármunum sem bílar og bílaeigendur eru skattlagðir um aldrei verið varið að fullu til innviðauppbyggingar, þeir hafa farið í önnur verkefni að hluta til,“ sagði Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Endurskoða þurfi aðferðafræðina. „Ég nefni sem tillögu. Er ekki einfaldast að setja kílómetragjald óháð mannvirkjum á alla. Þá sitja allir við sama borð. Þú borgar bara eftir þeirri notkun sem þú notar. Þeir sem nota ekki innviðakerfið þeir borga þá ekki. Hinir sem notað það, þeir borga.“ Fjallabyggð Samgöngur Vegtollar Vegagerð Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Í gær fjölluðum við um ósætti meðal íbúa í Fjallabyggð vegna frumvarps innviðaráðherra um fyrirhugaða gjaldtöku í öll jarðgöng landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar sagði óforsvaranlegt að rukka ætti fólk fyrir að keyra í gegnum göng á borð við Múlagöng og Strákagöng þegar þau uppfylla ekki öryggiskröfur. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir í umsögn frumvarpið að gjaldtakan muni leggjast afar þungt á fámenn byggðarlög, þá sérstaklega Fjallabyggð þar sem íbúar gætu ekki farið á milli bæjarhluta til að sækja almenna þjónustu eða atvinnu innan bæjarfélagsins, né út úr bænum nema gegn gjaldi um löngu úreld samgöngumannvirki. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar segir að hætta þurfi að horfa á það hvernig einstaka verkefni skulu fjármögnuð og að leggja þurfi áherslu á það hvernig þjóðin geti sameiginlega borið ábyrgð á uppbyggingu innviða í landinu. Innviðakerfið sem viðhaft hafi verið á Íslandi til að fjármagna vegakerfið virki ekki. „Í fyrsta lagi hefur þeim fjármunum sem bílar og bílaeigendur eru skattlagðir um aldrei verið varið að fullu til innviðauppbyggingar, þeir hafa farið í önnur verkefni að hluta til,“ sagði Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Endurskoða þurfi aðferðafræðina. „Ég nefni sem tillögu. Er ekki einfaldast að setja kílómetragjald óháð mannvirkjum á alla. Þá sitja allir við sama borð. Þú borgar bara eftir þeirri notkun sem þú notar. Þeir sem nota ekki innviðakerfið þeir borga þá ekki. Hinir sem notað það, þeir borga.“
Fjallabyggð Samgöngur Vegtollar Vegagerð Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira