Lífið

Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS

Elísabet Hanna skrifar
Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS hefur litið dagsins ljós.
Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS hefur litið dagsins ljós. Stöð 2

Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS hefur verið birt. Í henni má sjá brot úr ferðalögum áhrifavaldanna þar sem Magnea kemur meðal annars með þá fleygu setningu: „Everything is planned out from A to Ö.“

Í stiklunni má sjá þær Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu ferðast, skála, njóta lífsins, heimsækja vini og sóla sig. Einnig má sjá dimmu hliðar þess að ferðast út fyrir landsteinana þar sem fuglar og flugur gera þeim lífið leitt eða líkt og Birgitta Líf orðar það: „Þetta er alveg ógeðslegt hérna, það eru fuglar og flugur.“ 

„Ég var stungin af fokking geitungi sko,“ heyrist Ástrós einnig segja þar sem þær reyna að hafa það náðugt á grasinu í erlendum garði. Stikluna má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Fyrsta stikla - LXS

Þættirnir fara í loftið þann 17. ágúst á Stöð 2.


Tengdar fréttir

LXS raun­veru­leika­þættir á leiðinni

Nýir íslenskir raunveruleikaþættir þar sem fylgst verður með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í LXS vinkonuhópnum eru væntanlegir á Stöð 2 í haust. Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.