Barcelona segir núverandi samning Frenkie de Jong ólöglegan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. ágúst 2022 12:00 Frenkie de Jong er samningsbundinn Barcelona til ársins 2026. Núverandi stjórn félagsins telur samning leikmannsins ólöglegan. Eric Alonso/Getty Images Stjórn Barcelona vill ógilda núverandi samning Frenkie de Jong þar sem hún telur að samningurinn sé ekki löglegur. Forverar núverandi stjórnar voru við stjórnvölin er skrifað var undir og segja allt hafa verið gert eftir lögum og reglum. Núverandi stjórn er tilbúin að fara með málið fyrir dómstóla. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Frenkie de Jong í allt sumar. Fjárhagsstaða Barcelona er vægast sagt slæm og hefur verið talið að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð þá leikmenn sem það hefur sótt til leiks. De Jong, sem á inni fleiri milljónir evra í ógreidd laun, hefur verið hvað helst orðaður við brottför enda bæði Manchester United og Chelsea á eftir honum. Bæði Joan Laporta, forseti félagsins, og Xavi, þjálfari þess, hafa gefið til kynna að Barcelona vilji halda Hollendingnum í Katalónu en Laporta hefur tekið skýrt fram að þá þurfi De Jong að taka á sig launalækkun. EXCLUSIVE: Barcelona told Frenkie de Jong on July 15 they have evidence of criminality around contract given by old board + cause for legal action vs all involved. #FCBarcelona asked him to annul deal & revert to previous terms @TheAthleticUK #MUFC #CFC https://t.co/g1at9ZqYL0— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Nýjustu vendingar í samningsmálum De Jong eru þær að Laporta og félagar í stjórn Barcelona telja forvera sína ekki hafa verið með allt uppi á borðum er leikmaðurinn fékk nýjan samning í október árið 2020. Samkvæmt The Athletic lét stjórn félagsins leikmanninn og þá sem sjá um hans mál vita þann 15. júlí síðastliðinn að ekki væri allt með felldu og samningur hans væri í raun ólöglegur. Laporta vill að De Jong fari aftur á sömu laun og hann var á fyrir 20. október 2020. Fari svo að De Jong neiti þá er Barcelona tilbúið að fara með málið fyrir dómstóla. Þannig er mál með vexti að De Jong fékk tveggja ára framlengingu haustið 2020. Hann lækkaði í launum tímabilin 2020-21 og 2021-22 en átti svo að fá 18 milljónir evra frá 2022 til 2026. Gerard Piqué, Marc-Andre ter Stegen og Clement Lenglet skrifuðu undir samninga með svipuðum ákvæðum. Var þetta eitt af síðustu verkum Josep Bartomeu sem forseta félagsins en hann og þáverandi stjórn tapaði skömmu síðar í forsetakosningum Barcelona. Núverandi stjórn telur sig hafa sönnun fyrir því að samningar leikmannanna séu ekki löglegir og er hún tilbúin að fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ekki er vitað hvort Piqué, Ter Stegen eða Lenglet (sem er á láni hjá Tottenham Hotspur) hafi fengið bréf líkt og það sem De Jong fékk. Samkvæmt The Athletic þá er fyrrverandi stjórn félagsins handviss um að allir samningar sem hún gerði séu löglegir. Í frétt Athletic kemur einnig fram að leikmannasamtök Hollands sem og FIFPRO, leikmannasamtök FIFA, fylgist grannt með stöðu mála þar sem það hefur verið gefið til kynna að Barcelona sé að reyna kúga De Jong til að skrifa undir nýjan samning. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á vill hinn 25 ára gamli Frenkie de Jong vera áfram í Katalóníu. Fari svo að hann yfirgefi félagið þá er talið líklegast að hann gangi í raðir Man United eða Chelsea en bæði lið hafa sýnt honum mikinn áhuga. Talið er að Lundúnaliðið sé tilbúið að borga uppsett verð sem og þær milljónir evra sem Hollendingurinn á inni hjá Barcelona. Þrátt fyrir allt fjármálavesen Börsunga hefur félagið samt sótt fimm leikmenn í sumar. Franck Kessie og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu frá AC Milan og Chelsea. Raphinha var keyptur fyrir dágóða summu frá Leeds United og það sama má segja um Robert Lewandowski og Jules Koundé. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona fékk ekki leyfi til að skrá nýju leikmennina La Liga, spænska úrvalsdeildin í fótbolta, hefur hafnað beiðni Barcelona um að skrá nýja leikmenn sína til leiks. Barcelona þarf að safna frekara fé til að mega það. 6. ágúst 2022 07:00 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Frenkie de Jong í allt sumar. Fjárhagsstaða Barcelona er vægast sagt slæm og hefur verið talið að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð þá leikmenn sem það hefur sótt til leiks. De Jong, sem á inni fleiri milljónir evra í ógreidd laun, hefur verið hvað helst orðaður við brottför enda bæði Manchester United og Chelsea á eftir honum. Bæði Joan Laporta, forseti félagsins, og Xavi, þjálfari þess, hafa gefið til kynna að Barcelona vilji halda Hollendingnum í Katalónu en Laporta hefur tekið skýrt fram að þá þurfi De Jong að taka á sig launalækkun. EXCLUSIVE: Barcelona told Frenkie de Jong on July 15 they have evidence of criminality around contract given by old board + cause for legal action vs all involved. #FCBarcelona asked him to annul deal & revert to previous terms @TheAthleticUK #MUFC #CFC https://t.co/g1at9ZqYL0— David Ornstein (@David_Ornstein) August 8, 2022 Nýjustu vendingar í samningsmálum De Jong eru þær að Laporta og félagar í stjórn Barcelona telja forvera sína ekki hafa verið með allt uppi á borðum er leikmaðurinn fékk nýjan samning í október árið 2020. Samkvæmt The Athletic lét stjórn félagsins leikmanninn og þá sem sjá um hans mál vita þann 15. júlí síðastliðinn að ekki væri allt með felldu og samningur hans væri í raun ólöglegur. Laporta vill að De Jong fari aftur á sömu laun og hann var á fyrir 20. október 2020. Fari svo að De Jong neiti þá er Barcelona tilbúið að fara með málið fyrir dómstóla. Þannig er mál með vexti að De Jong fékk tveggja ára framlengingu haustið 2020. Hann lækkaði í launum tímabilin 2020-21 og 2021-22 en átti svo að fá 18 milljónir evra frá 2022 til 2026. Gerard Piqué, Marc-Andre ter Stegen og Clement Lenglet skrifuðu undir samninga með svipuðum ákvæðum. Var þetta eitt af síðustu verkum Josep Bartomeu sem forseta félagsins en hann og þáverandi stjórn tapaði skömmu síðar í forsetakosningum Barcelona. Núverandi stjórn telur sig hafa sönnun fyrir því að samningar leikmannanna séu ekki löglegir og er hún tilbúin að fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ekki er vitað hvort Piqué, Ter Stegen eða Lenglet (sem er á láni hjá Tottenham Hotspur) hafi fengið bréf líkt og það sem De Jong fékk. Samkvæmt The Athletic þá er fyrrverandi stjórn félagsins handviss um að allir samningar sem hún gerði séu löglegir. Í frétt Athletic kemur einnig fram að leikmannasamtök Hollands sem og FIFPRO, leikmannasamtök FIFA, fylgist grannt með stöðu mála þar sem það hefur verið gefið til kynna að Barcelona sé að reyna kúga De Jong til að skrifa undir nýjan samning. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á vill hinn 25 ára gamli Frenkie de Jong vera áfram í Katalóníu. Fari svo að hann yfirgefi félagið þá er talið líklegast að hann gangi í raðir Man United eða Chelsea en bæði lið hafa sýnt honum mikinn áhuga. Talið er að Lundúnaliðið sé tilbúið að borga uppsett verð sem og þær milljónir evra sem Hollendingurinn á inni hjá Barcelona. Þrátt fyrir allt fjármálavesen Börsunga hefur félagið samt sótt fimm leikmenn í sumar. Franck Kessie og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu frá AC Milan og Chelsea. Raphinha var keyptur fyrir dágóða summu frá Leeds United og það sama má segja um Robert Lewandowski og Jules Koundé.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona fékk ekki leyfi til að skrá nýju leikmennina La Liga, spænska úrvalsdeildin í fótbolta, hefur hafnað beiðni Barcelona um að skrá nýja leikmenn sína til leiks. Barcelona þarf að safna frekara fé til að mega það. 6. ágúst 2022 07:00 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Barcelona fékk ekki leyfi til að skrá nýju leikmennina La Liga, spænska úrvalsdeildin í fótbolta, hefur hafnað beiðni Barcelona um að skrá nýja leikmenn sína til leiks. Barcelona þarf að safna frekara fé til að mega það. 6. ágúst 2022 07:00
Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01
Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31