Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 11:37 Steinar Þór Kristinsson er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar í Grindavík. Arnar Halldórsson Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. Svæðið við gosstöðvarnar hefur verið lokað síðan klukkan 5 í gærmorgun vegna veðurs og tekin var ákvörðun um að framlengja lokuninni þar til í fyrramálið. Unnið verður að því að bæta aðgengi upp að gosstöðvunum í dag en á meðan verður björgunarsveitarfólk í hvíld eftir margra daga törn. „Það var ákveðið að nota tækifærið fyrst það er lokað vegna veðurs og reyna að laga gönguleiðina þarna áfram upp,“ segir Steinar Þór Kristinsson björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni í Grindavík og fulltrúi í svæðisstjórn. „Það er mjög erfitt aðgengi fyrir okkur þarna upp á fjallið og það er eiginlega mjög illfært og erfitt við að eiga. Það tekur mikinn tíma og er mikil áníðsla á tækjum.“ Nokkur fjöldi ferðamanna, aðallega erlendra, lagði leið sína að gosstöðvunum í gær þrátt fyrir lokanir en var snúið við af björgunarsveitarfólki. „Einhverjir virðast hafa farið einhvers staðar fram hjá og sloppið í gegn en það er alveg sáralítil umferð,“ segir Steinar. Veðrið uppi á fjallinu sé vont og von á enn verra veðri þegar líður á daginn. „Það er bara frekar skítt þarna uppi skilst mér núna og getur verið að aðeins dúri en það er bara svo stuttur tími og svo verður mikið slagveður og læti með kvöldinu og í nótt.“ Fólk fari enn með börn upp að gosstöðvunum þrátt fyrir aðvaranir. „Stundum fær maður hálfillt í hjartað þegar maður sér þetta fólk koma niður og börnin hálfpartinn dregin áfram vegna þess að þau eru alveg uppgefin eftir þetta,“ segir Steinar. Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Svæðið við gosstöðvarnar hefur verið lokað síðan klukkan 5 í gærmorgun vegna veðurs og tekin var ákvörðun um að framlengja lokuninni þar til í fyrramálið. Unnið verður að því að bæta aðgengi upp að gosstöðvunum í dag en á meðan verður björgunarsveitarfólk í hvíld eftir margra daga törn. „Það var ákveðið að nota tækifærið fyrst það er lokað vegna veðurs og reyna að laga gönguleiðina þarna áfram upp,“ segir Steinar Þór Kristinsson björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni í Grindavík og fulltrúi í svæðisstjórn. „Það er mjög erfitt aðgengi fyrir okkur þarna upp á fjallið og það er eiginlega mjög illfært og erfitt við að eiga. Það tekur mikinn tíma og er mikil áníðsla á tækjum.“ Nokkur fjöldi ferðamanna, aðallega erlendra, lagði leið sína að gosstöðvunum í gær þrátt fyrir lokanir en var snúið við af björgunarsveitarfólki. „Einhverjir virðast hafa farið einhvers staðar fram hjá og sloppið í gegn en það er alveg sáralítil umferð,“ segir Steinar. Veðrið uppi á fjallinu sé vont og von á enn verra veðri þegar líður á daginn. „Það er bara frekar skítt þarna uppi skilst mér núna og getur verið að aðeins dúri en það er bara svo stuttur tími og svo verður mikið slagveður og læti með kvöldinu og í nótt.“ Fólk fari enn með börn upp að gosstöðvunum þrátt fyrir aðvaranir. „Stundum fær maður hálfillt í hjartað þegar maður sér þetta fólk koma niður og börnin hálfpartinn dregin áfram vegna þess að þau eru alveg uppgefin eftir þetta,“ segir Steinar.
Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14 Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Vinna við erfiðasta kaflann á vinsælustu gönguleiðinni hefst í dag Í dag er áætlað að unnið verði að því að lagfæra erfiðasta kaflann á svokallaðri A-gönguleið að eldgosinu í Meradölum. 8. ágúst 2022 09:14
Ekki útilokað að fleiri skjálftar verði Jarðeðlisfræðingur segir ekki útilokað að fleiri skjálftar, svipaðir þeim sem reið yfir í dag, verði á næstunni þó að spenna hafi að miklu leyti losnað á svæðinu. 7. ágúst 2022 19:01
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45