Fótbolti

FC København vann slaginn við erkifjandann

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson spilaði á hægri kantinum hjá FC København. 
Hákon Arnar Haraldsson spilaði á hægri kantinum hjá FC København.  Vísir/Getty

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FC København þegar liðið vann sannfærandi 4-1 sigur á móti Bröndby í fjórðu umferð dönsku efstu deildarinnar í dag.

Spænski framherjinn Pep Biel skoraði þrennu fyrir FC København og Davit Khocholava það fjórða. Christian Cappis klóraði í bakkann fyrir Bröndby. 

FC København gerði tvöfalda skiptingu á 83. mínútu leiksins en í þeim skiptingum fór Hákon Arnar af velli og Ísak Bergmann Jóhannesson kom inná. 

Eftir þennan sigur er FC København í fjórða sæti deildarinnar með sex stig en Nordsjælland trónir á toppnum með fullt hús stiga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×