Innlent

Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sprungan hafi minnkað en krafturinn sé sá sami.
Sprungan hafi minnkað en krafturinn sé sá sami. Vísir/Vilhelm

Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði.

Þegar nýjustu tölur koma í hús eigi að setja upp líkan „til þess að sjá hvert hraunið er að flæða, í rauninni hversu það fyllir upp Meradali, svona áætlað,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.

Miðað við tölur gærdagsins sé fjórum til fimm sinnum meira hraunflæði í byrjunarfasa eldgossins núna sé það borið saman við byrjunarfasa eldgossins í fyrra.


Tengdar fréttir

Ekki æða af stað upp í fjall, segir Víðir

Eldgosið í Merardölum hefur haldið uppteknum hætti frá því að það hófst eftir hádegi í gær. Því er enn beint til almennings að fara ekki að gosinu fyrr en viðbragðsaðilar hafa náð utan um aðstæður þar. Tveir slösuðust í Fagradalsfjalli í gær - en Víðir Reynisson segir það hörkuferðalag að fara upp að gosinu.

„Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“

Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Meradali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×