Ólga vegna nýrrar tónlistar Beyoncé Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. ágúst 2022 14:30 F.h. Kelis, Beyoncé og Monica Lewinsky. Getty Beyoncé gaf út plötuna „Renaissance“ nú á dögunum en ekki hafa allir verið sáttir við lög plötunnar. Beyonce hefur neyðst til þess að breyta tveimur lögum á nýju plötunni og hefur Monica Lewinsky nú blandað sér í málið. Söngkonan Kelis sakaði Beyoncé um að hafa notað bút úr lagi sínu, „Milkshake“ án hennar leyfis í laginu „Energy“ á nýju plötunni. Kelis var ekki par sátt og gekk svo langt að kalla verknaðinn þjófnað. Kelis tjáði sig um málið á Instagramreikningi sínum þar sem hún segir málið snúast um „almenna kurteisi“ og segir Beyoncé sýna henni vanvirðingu með þessu. @jarredjermaine This is the sample (interpolation) in Beyonce Energy off her album Renaissance that uses Kelis Milkshake produced by Pharrell Williams & Chad Hugo. It isn t from her song Get Along With You like the internet keeps saying #beyonce #energy #renaissance #kelis #milkshake #getalongwithyou #music #sample #samples #sampled ENERGY (feat. Beam) - Beyoncé Það var þó ekki aðeins lagið „Energy“ sem hlaut mikla gagnrýni heldur einnig lagið „Heated.“ Í laginu kemur orðið „spaz“ fyrir en orðið er sagt ala á fordómum gagnvart fólki með fatlanir og vera niðrandi. Beyoncé hefur lýst því yfir að hún muni fjarlægja orðið úr texta lagsins en þegar þessi frétt er skrifuð má enn heyra upprunalega textann á Spotify. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem notkun á orðinu er rædd en fyrr á árinu notaði söngkonan Lizzo orðið í lagi sínu „Grrrls.“ Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti söngkonan textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Á meðan ofangreindri umræðu hefur staðið ákvað Monica Lewinsky að tjá sig en hún spurði óbeint hvort það mætti nú ekki fjarlægja nafn hennar úr gömlu lagi Beyoncé, „Partition“ frá árinu 2014. Hún hefur áður tjáð sig um textabút lagsins. Hér að neðan má hlusta á lagið sem Monica á við, „Partition“ auk nýju plötu Beyoncé, „Renaissance“ í heild sinni. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Söngkonan Kelis sakaði Beyoncé um að hafa notað bút úr lagi sínu, „Milkshake“ án hennar leyfis í laginu „Energy“ á nýju plötunni. Kelis var ekki par sátt og gekk svo langt að kalla verknaðinn þjófnað. Kelis tjáði sig um málið á Instagramreikningi sínum þar sem hún segir málið snúast um „almenna kurteisi“ og segir Beyoncé sýna henni vanvirðingu með þessu. @jarredjermaine This is the sample (interpolation) in Beyonce Energy off her album Renaissance that uses Kelis Milkshake produced by Pharrell Williams & Chad Hugo. It isn t from her song Get Along With You like the internet keeps saying #beyonce #energy #renaissance #kelis #milkshake #getalongwithyou #music #sample #samples #sampled ENERGY (feat. Beam) - Beyoncé Það var þó ekki aðeins lagið „Energy“ sem hlaut mikla gagnrýni heldur einnig lagið „Heated.“ Í laginu kemur orðið „spaz“ fyrir en orðið er sagt ala á fordómum gagnvart fólki með fatlanir og vera niðrandi. Beyoncé hefur lýst því yfir að hún muni fjarlægja orðið úr texta lagsins en þegar þessi frétt er skrifuð má enn heyra upprunalega textann á Spotify. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem notkun á orðinu er rædd en fyrr á árinu notaði söngkonan Lizzo orðið í lagi sínu „Grrrls.“ Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti söngkonan textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Á meðan ofangreindri umræðu hefur staðið ákvað Monica Lewinsky að tjá sig en hún spurði óbeint hvort það mætti nú ekki fjarlægja nafn hennar úr gömlu lagi Beyoncé, „Partition“ frá árinu 2014. Hún hefur áður tjáð sig um textabút lagsins. Hér að neðan má hlusta á lagið sem Monica á við, „Partition“ auk nýju plötu Beyoncé, „Renaissance“ í heild sinni.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira