Innlent

Kærunefnd stöðvar samningagerð vegna leikskóla í Urriðaholti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Uppbygging skóla hefur ekki haldið í við fólksfjölgun í Urriðaholti.
Uppbygging skóla hefur ekki haldið í við fólksfjölgun í Urriðaholti. Vísir/Stefán

Kærunefnd úboðsmála hefur stöðvað samningsgerð Garðabæjar við Fortis ehf. vegna bygginar leikskóla í Urriðaholti, þar sem nefndin telur verulegar líkur á því að bæjaryfirvöld hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. 

Í umfjöllun blaðsins kemur fram að tvö félög hafi boðið í verkið; Fortis og Þarfaþing. Boð Fortis var hagstæðara en Þarfaþing kærði ákvörðun Garðabæjar um að ganga til samninga við Fortis á þeirri forsendu að Fortis uppfyllti ekki skilyrði. 

Fyrirtækið hefði ekki gengt nægilega stórum verkefnum á undanförnum tíu árum og þá væri meðalársvelta félagsins undir viðmiðum. 

Fréttablaðið segir íbúa í Urriðaholti afar ósátta við hversu hægt hefur gengið að byggja upp leikskóla í hverfinu, þar sem börnum hefur fjölgað hratt og Urriðaholtsskóli sé sprunginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×