Finau með yfirburði er hann vann annað mótið í röð: „Yndislegar tvær vikur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 15:01 Finau er í miklu stuði þessa dagana. Mike Mulholland/Getty Images Tony Finau er í miklu stuði á PGA-mótaröðinni í golfi þessa dagana. Hann vann mót helgarinnar nokkuð örugglega og hefur nú fagnað sigri á tveimur mótum í röð. Finau lék vel alla fjóra leikdagana á Rocket Mortgage Classic-mótinu sem kláraðist í gær. Bandaríkjamaðurinn vann þar með annað mót sitt í röð en hann fagnaði einnig sigri á 3M Open-mótinu síðustu helgi. Sigur hans var aldrei í mikilli hættu á lokadeginum í gær. Hann fékk sex fugla á lokahringnum og einn skolla til að ljúka mótinu á 26 höggum undir pari. Hann var með töluvert forskot en þeir Patrick Cantlay, Cameron Young og Taylor Pendrith voru jafnir í öðru sæti á 21 höggi undir pari, fimm höggum á eftir Finau. Another week, another win @TonyFinauGolf wins the @RocketClassic by 5 shots for back-to-back victories. pic.twitter.com/nboOqPmmYw— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2022 „En yndislegar tvær vikur sem þetta hafa verið,“ sagði Finau við blaðamenn eftir mót. „Ég vann golfmót síðustu helgi en af einhverri ástæðu var ég hálfsúr eftir það því ég fékk skolla á lokaholunni,“ „Ég held að það hafi gefið mér aukakraft og hvatningu til að komast aftur á toppinn í þessari viku og sanna mig sem sigurvegara,“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Finau lék vel alla fjóra leikdagana á Rocket Mortgage Classic-mótinu sem kláraðist í gær. Bandaríkjamaðurinn vann þar með annað mót sitt í röð en hann fagnaði einnig sigri á 3M Open-mótinu síðustu helgi. Sigur hans var aldrei í mikilli hættu á lokadeginum í gær. Hann fékk sex fugla á lokahringnum og einn skolla til að ljúka mótinu á 26 höggum undir pari. Hann var með töluvert forskot en þeir Patrick Cantlay, Cameron Young og Taylor Pendrith voru jafnir í öðru sæti á 21 höggi undir pari, fimm höggum á eftir Finau. Another week, another win @TonyFinauGolf wins the @RocketClassic by 5 shots for back-to-back victories. pic.twitter.com/nboOqPmmYw— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2022 „En yndislegar tvær vikur sem þetta hafa verið,“ sagði Finau við blaðamenn eftir mót. „Ég vann golfmót síðustu helgi en af einhverri ástæðu var ég hálfsúr eftir það því ég fékk skolla á lokaholunni,“ „Ég held að það hafi gefið mér aukakraft og hvatningu til að komast aftur á toppinn í þessari viku og sanna mig sem sigurvegara,“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira