Bretlandsdrottning lofar enska liðið: Innblástur fyrir komandi kynslóðir Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 11:30 Elísabet drottning er stolt af leikmönnum enska landsliðsins og segir áhrif sigurs þeirra eiga eftir að vera mikil á komandi árum. Getty/Stefan Wermuth Elísabet önnur, Englandsdrottning, óskaði leikmönnum enska kvennalandsliðsins í fótbolta til hamingju með frábæran árangur eftir að liðið fagnaði sigri á Evrópumótinu sem lauk í gær. England vann úrslitaleikinn í gær 2-1 eftir sigurmark Chloe Kelly í framlengingu og vann þar sem fyrsta stóra titil landsins í fótbolta frá því að karlaliðið vann HM árið 1966, eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum á gamla Wembley. Elísabet segir árangur liðsins gera mikið fyrir ungar konur í landinu og hann muni hafa áhrif víðar en aðeins innan fótboltans í Bretlandi. „Mínar hlýjustu hamingjuóskir, og frá fjölskyldu minni, til ykkar allra fyrir að vinna Evrópumót kvenna í fótbolta. Þetta er stórt afrek fyrir allt liðið, þar á meðal starfsfólk utan vallar.“ „Evrópumótið og frammistaða ykkar þar hefur réttilega hlotið lof. Hins vegar nær árangurinn langt umfram bikarinn sem þið hafið verðskuldað unnið.“ „Þið hafið allar sýnt gott fordæmi sem verður innblástur fyrir stúlkur og konur í dag og fyrir komandi kynslóðir. Það er von mín að þið verðið jafn stoltar af áhrifunum sem þið hafið haft á ykkar íþrótt, líkt og þið eruð af árangri dagsins.“ segir í yfirlýsingu frá drottningunni. EM 2022 í Englandi England Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
England vann úrslitaleikinn í gær 2-1 eftir sigurmark Chloe Kelly í framlengingu og vann þar sem fyrsta stóra titil landsins í fótbolta frá því að karlaliðið vann HM árið 1966, eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum á gamla Wembley. Elísabet segir árangur liðsins gera mikið fyrir ungar konur í landinu og hann muni hafa áhrif víðar en aðeins innan fótboltans í Bretlandi. „Mínar hlýjustu hamingjuóskir, og frá fjölskyldu minni, til ykkar allra fyrir að vinna Evrópumót kvenna í fótbolta. Þetta er stórt afrek fyrir allt liðið, þar á meðal starfsfólk utan vallar.“ „Evrópumótið og frammistaða ykkar þar hefur réttilega hlotið lof. Hins vegar nær árangurinn langt umfram bikarinn sem þið hafið verðskuldað unnið.“ „Þið hafið allar sýnt gott fordæmi sem verður innblástur fyrir stúlkur og konur í dag og fyrir komandi kynslóðir. Það er von mín að þið verðið jafn stoltar af áhrifunum sem þið hafið haft á ykkar íþrótt, líkt og þið eruð af árangri dagsins.“ segir í yfirlýsingu frá drottningunni.
EM 2022 í Englandi England Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira