Leikmenn Englands trufluðu blaðamannafund Wiegman syngjandi og trallandi Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 10:00 Leikmenn enska liðsins stálu senunni. Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images Leikmenn enska kvennalandsliðsins fögnuðu skiljanlega vel eftir sigur á Þýskalandi í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í Lundúnum í gær. Liðið var að vinna fyrsta stóra titil Englands frá árinu 1966. Karlalandslið Englands hefur löngum verið haft að háði og spotti vegna misheppnaðra tilrauna til þess að fagna sigri á EM og HM í gegnum tíðina sem iðulega hefur mistekist gegn Þjóðverjum og/eða eftir vítaspyrnukeppni. Enska kvennalandsliðið kvað þá grýlu niður í gær og fagnaði sigri eftir sigurmark Chloe Kelly á 110. mínútu og tíu mínútur af tímasóun í kjölfarið. Karina Wiegman, þjálfari liðsins, hefur eðlilega hlotið mikið lof fyrir að koma titlinum „heim“ til Englands. It's coming home A familiar song breaks out from the #Lionesses in Sarina Wiegman s press conference following England s Euros win. @GirlsontheBall | #WEURO2022pic.twitter.com/V4pTxuuwn0— The Athletic (@TheAthletic) July 31, 2022 Þar er vísað í texta lagsins Three Lions eftir grínistanna David Baddiel og Frank Skinner sem kom út í aðdraganda EM karla 1996 sem haldið var á Englandi. Lagið hefur náð nýjum hæðum undanfarin ár þar sem Englendingar hafa endurnýjað trú sína á því að karlaliðið geti unnið alþjóðlegt mót á ný, en England lenti í fjórða sæti á HM í Rússlandi 2018 og hlaut silfur á EM allsstaðar í fyrra, eftir tap fyrir Ítalíu í úrslitum á Wembley. Það var ekki fyrr en í gær, 26 árum eftir útgáfu lagsins, sem raunveruleg ástæða var til að syngja „Hann kemur heim“ (e. It's coming home) og það gerðu leikmenn enska liðsins er þær, allar með tölu, trufluðu blaðamannafund Wiegman eftir leik, henni til mikillar ánægju. Wiegman hafði gaman af.Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images EM 2022 í Englandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Karlalandslið Englands hefur löngum verið haft að háði og spotti vegna misheppnaðra tilrauna til þess að fagna sigri á EM og HM í gegnum tíðina sem iðulega hefur mistekist gegn Þjóðverjum og/eða eftir vítaspyrnukeppni. Enska kvennalandsliðið kvað þá grýlu niður í gær og fagnaði sigri eftir sigurmark Chloe Kelly á 110. mínútu og tíu mínútur af tímasóun í kjölfarið. Karina Wiegman, þjálfari liðsins, hefur eðlilega hlotið mikið lof fyrir að koma titlinum „heim“ til Englands. It's coming home A familiar song breaks out from the #Lionesses in Sarina Wiegman s press conference following England s Euros win. @GirlsontheBall | #WEURO2022pic.twitter.com/V4pTxuuwn0— The Athletic (@TheAthletic) July 31, 2022 Þar er vísað í texta lagsins Three Lions eftir grínistanna David Baddiel og Frank Skinner sem kom út í aðdraganda EM karla 1996 sem haldið var á Englandi. Lagið hefur náð nýjum hæðum undanfarin ár þar sem Englendingar hafa endurnýjað trú sína á því að karlaliðið geti unnið alþjóðlegt mót á ný, en England lenti í fjórða sæti á HM í Rússlandi 2018 og hlaut silfur á EM allsstaðar í fyrra, eftir tap fyrir Ítalíu í úrslitum á Wembley. Það var ekki fyrr en í gær, 26 árum eftir útgáfu lagsins, sem raunveruleg ástæða var til að syngja „Hann kemur heim“ (e. It's coming home) og það gerðu leikmenn enska liðsins er þær, allar með tölu, trufluðu blaðamannafund Wiegman eftir leik, henni til mikillar ánægju. Wiegman hafði gaman af.Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images
EM 2022 í Englandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira