Mikill áhugi á íslenskri tónlist
„Ég er á Íslandi því ég er að sinna sjálfboðastörfum með World Wide Friends samtökunum og þegar ég kom til landsins hafði ég aldrei heyrt af þessari hátíð. Þegar ég fór að tala við Íslendinga frétti ég af því að hún væri þessa helgi og ákvað að kíkja,“ segir hún um það hvernig hún endaði í Eyjum.
„Hingað til elska ég hátíðina. Ég elska að þetta séu íslensk tónlistaratriði og finnst það mjög áhugavert. Hér sjáum við íslenska tónlistarmenn ólíkt öðrum hátíðum sem flytja oft inn erlenda tónlistarmenn. Þá myndi ég ekki hafa jafn mikinn áhuga, ég hef áhuga á því að sjá íslenska listamenn.“
Partý í björgunarbátnum
„Við skemmtum okkur mjög vel á ferjunni, það voru allir í partý stuði, segir hún um ferð sína í Herjólfi. Við sáum björgunarbátinn fyrir aftan okkur einnig notaðan í partý stand svo það var spennandi,“ segir hún og hlær.