Erlent

Risa­skjár féll á dansara á tón­leikum í Hong Kong

Bjarki Sigurðsson skrifar
Í myndbandi af atvikinu má sjá þegar skjárinn losnar og fellur á dansarana.
Í myndbandi af atvikinu má sjá þegar skjárinn losnar og fellur á dansarana. Skjáskot

Risaskjár sem hékk fyrir ofan dansara á tónleikum cantopop-hljómsveitarinnar Mirror losnaði og datt í Hong Kong í gær. Tveir voru lagðir inn á spítala eftir slysið.

Slysið náðist á myndband en í því sést þegar skjárinn fellur beint ofan á einn dansaranna. Skjárinn lenti uppréttur og datt síðan á hliðina og slasaði einn annan dansara.

Dansarinn sem varð fyrir skjánum var færður á spítala með meiðsl á hálsi og er á gjörgæslu samkvæmt BBC.

Tónleikunum var aflýst samstundis og næstu tónleikum hljómsveitarinnar frestað á meðan gerð er úttekt á öryggismálum í öðrum tónleikasölum sem hljómsveitin stefnir á að syngja í.

Hljómsveitin Mirror er ein vinsælasta cantopop-hljómsveit heims en cantopop er pop-tónlist frá Hong Kong. Hljómsveitin var stofnuð árið 2018 og hafa vinsældir hennar aukist gríðarlega síðustu ár.

Myndband af atvikinu má sjá hér en allir eru varaðir við því að horfa á það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×