Veður

Hlýjast á sunnan­verðu landinu í dag

Bjarki Sigurðsson skrifar
Veðrið verður hlýjast á Suðurlandi í dag. Gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum gleðjast líklegast yfir þessum fregnum.
Veðrið verður hlýjast á Suðurlandi í dag. Gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum gleðjast líklegast yfir þessum fregnum. Vísir/Vilhelm

Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld.

Á morgun verður norðvestan átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og allvíða skúrir. Norðvestan átta til þrettán metrar á sekúndu og rigning norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um kvöldið. Hiti verður fimm til fimmtán stig, hlýjast syðst í dag og á morgun.

Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar ætti að sjást til sólar sunnan- og vestanlands í dag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðvestan 3-10 m/s og allvíða skúrir, en 8-13 og rigning norðaustan- og austanlands. Hiti 6 til 15 stig yfir daginn, hlýjast á Suðausturlandi.

Á sunnudag:

Vestan 8-15 og rigning með köflum norðanlands, hvassast og úrkomumest við ströndina. Hægari annars staðar og stöku skúrir vestantil. Hiti breytist lítið.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna) og þriðjudag:

Norðan- og norðvestanátt. Rigning með köflum norðantil, en þurrt syðra. Hiti 5 til 15 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag:

Norðvestanátt, skýjað og dálítil rigning norðaustanlands. Hiti 5 til 13 stig, mildast á Suðurlandi.

Á fimmtudag:

Líkur á sunnanátt með rigningu sunnan- og vestanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×