Stóð af sér vatnavextina Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2022 10:51 Svona var staðan við brúnna yfir Jökulsá á Sólheimasandi í gær. Vegagerðin Ekki þurfti að loka bráðabirgðabrúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi þrátt fyrir mikla vatnavexti síðustu sólarhringa en á þriðjudag varaði Vegagerðin við því að óljóst væri hvort brúin myndi standa af sér vatnsflauminn. Bjargaði það brúnni að grafa djúpa rás í árfarveginn þannig að meira vatn kæmist undir brúnna en ráðist var í þær aðgerðir þegar ljóst var í hvað stefndi. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og gaf Veðurstofan úr gula viðvörun vegna þessa. Þá var Vegagerðin með sérstakt eftirlit með brúm og vegum á hringveginum. Gríðarlega mikið vatn var í ám á öllu Suðurlandi, meðal annars í Jökulsá, Bakkakotsá og Svaðbælisá. Að sögn Vegagerðarinnar hefði vatnið í Jökulsá ekki mátt hækka mikið meira áður en að grípa hefði þurft til frekari aðgerða. „Hefði farvegurinn ekki verið dýpkaður má ætla að hækkunin hefði haldið áfram með sama hraða og rjúfa hefði þurft veginn beggja vegna bráðabirgðabrúarinnar. Til þess kom ekki og er ástandið nú orðið eðlilegt,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Um klukkan 16 þann 26. júlí má sjá lækkunina sem var tilkomin vegna þess að árfarvegurinn var dýpkaður. Síðan hækkar jafnt og þétt þar til það verður skörp hækkun að morgni 27. júlí. Lítið lón fyrir framan sporð Sólheimajökuls tempraði hækkunina lítilega og tafði hana.Vegagerðin Unnið er að smíði nýrrar brúar við Jökulsá á Sólheimasandi og á meðan er umferð beint um hjáleið og umrædda bráðabirgðabrú. Bráðabirgðabrúin er reist á 12 metra löngum stálstaurum sem reknir eru niður í árfarveginn og var því gott svigrúm til að dýpka undir miðri brúnni. Veður Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Bjargaði það brúnni að grafa djúpa rás í árfarveginn þannig að meira vatn kæmist undir brúnna en ráðist var í þær aðgerðir þegar ljóst var í hvað stefndi. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og gaf Veðurstofan úr gula viðvörun vegna þessa. Þá var Vegagerðin með sérstakt eftirlit með brúm og vegum á hringveginum. Gríðarlega mikið vatn var í ám á öllu Suðurlandi, meðal annars í Jökulsá, Bakkakotsá og Svaðbælisá. Að sögn Vegagerðarinnar hefði vatnið í Jökulsá ekki mátt hækka mikið meira áður en að grípa hefði þurft til frekari aðgerða. „Hefði farvegurinn ekki verið dýpkaður má ætla að hækkunin hefði haldið áfram með sama hraða og rjúfa hefði þurft veginn beggja vegna bráðabirgðabrúarinnar. Til þess kom ekki og er ástandið nú orðið eðlilegt,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Um klukkan 16 þann 26. júlí má sjá lækkunina sem var tilkomin vegna þess að árfarvegurinn var dýpkaður. Síðan hækkar jafnt og þétt þar til það verður skörp hækkun að morgni 27. júlí. Lítið lón fyrir framan sporð Sólheimajökuls tempraði hækkunina lítilega og tafði hana.Vegagerðin Unnið er að smíði nýrrar brúar við Jökulsá á Sólheimasandi og á meðan er umferð beint um hjáleið og umrædda bráðabirgðabrú. Bráðabirgðabrúin er reist á 12 metra löngum stálstaurum sem reknir eru niður í árfarveginn og var því gott svigrúm til að dýpka undir miðri brúnni.
Veður Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11