Fór út í atvinnumennsku en fékk aldrei leikheimild | Komin aftur heim í Keflavík Atli Arason skrifar 27. júlí 2022 23:01 Marín í leik með Keflavík Víkurfréttir Marín Rún Guðmundsdóttir hefur samið við Keflavík á nýjan leik eftir stutt stopp hjá Hellas Verona á Ítalíu. Marín hefur leikið með Keflavík mest allan ferillinn sinn en hún lék fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2014, aðeins rúmlega 16 ára gömul. Síðasta haust flutti Marín til Martin í Slóvakíu að læra læknisfræði en hún fékk óvænt tilboð í leiðinni frá MŠK Fomat Martin, um að leika með liðinu haustið 2021, sem hún samþykkti. „Ég byrjaði í náminu árið 2020 en var í fjarnámi fyrsta árið vegna Covid,“ sagði Marín í samtali við Vísi í dag. Lék hún fjóra leiki með MŠK sem var nóg til að vekja áhuga frá Hellas Verona, í efstu deild á Ítalíu. Í janúar 2022 var hún þá búin að skrifa undir samning við ítalska liðið og ákvað í leiðinni að taka sér árs pásu frá læknisnáminu. Marín tók þó fljótlega eftir því að eitthvað gruggugt væri í gangi í Verona. Eftir að hafa æft með liðinu í rúman mánuð áttaði hún sig á því að hún var ekki skráð í leikmannahóp liðsins. Marín við undirskrift samnings við Hellas Veronahellasveronawomen.it „Ég fann í raun sjálf út að ég var ekki með leikheimild,“ sagði Marín eftir að hafa séð á internetinu að hún væri enn þá skráð hjá MŠK í Slóvakíu. „Ég var samt ekki viss hvort ég væri með heimild, þannig ég talaði við forráðamenn liðsins og þá fóru þau að athuga málið. Þá kom í ljós að leikheimildin fór aldrei í gegn,“ bætti Marín við. Ekki sátt við stöðu mála fór Marín heim til Íslands þar sem hún lék nokkra leiki með Grindavík um stutta stund áður en hún skrifaði undir samning við Keflavík sem gildir út yfirstandandi leiktímabil. Marín stefnir svo á að halda náminu í læknisfræði í Slóvakíu áfram í janúar 2023. „Það er bara ekki hægt að segja nei þegar Keflavík hefur samband. Ég er mjög spennt fyrir því að klæðast aftur Keflavíkur treyjunni og spila með liðinu í Bestu-deildinni,“ sagði Marín Rún Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að lokum. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
Marín hefur leikið með Keflavík mest allan ferillinn sinn en hún lék fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2014, aðeins rúmlega 16 ára gömul. Síðasta haust flutti Marín til Martin í Slóvakíu að læra læknisfræði en hún fékk óvænt tilboð í leiðinni frá MŠK Fomat Martin, um að leika með liðinu haustið 2021, sem hún samþykkti. „Ég byrjaði í náminu árið 2020 en var í fjarnámi fyrsta árið vegna Covid,“ sagði Marín í samtali við Vísi í dag. Lék hún fjóra leiki með MŠK sem var nóg til að vekja áhuga frá Hellas Verona, í efstu deild á Ítalíu. Í janúar 2022 var hún þá búin að skrifa undir samning við ítalska liðið og ákvað í leiðinni að taka sér árs pásu frá læknisnáminu. Marín tók þó fljótlega eftir því að eitthvað gruggugt væri í gangi í Verona. Eftir að hafa æft með liðinu í rúman mánuð áttaði hún sig á því að hún var ekki skráð í leikmannahóp liðsins. Marín við undirskrift samnings við Hellas Veronahellasveronawomen.it „Ég fann í raun sjálf út að ég var ekki með leikheimild,“ sagði Marín eftir að hafa séð á internetinu að hún væri enn þá skráð hjá MŠK í Slóvakíu. „Ég var samt ekki viss hvort ég væri með heimild, þannig ég talaði við forráðamenn liðsins og þá fóru þau að athuga málið. Þá kom í ljós að leikheimildin fór aldrei í gegn,“ bætti Marín við. Ekki sátt við stöðu mála fór Marín heim til Íslands þar sem hún lék nokkra leiki með Grindavík um stutta stund áður en hún skrifaði undir samning við Keflavík sem gildir út yfirstandandi leiktímabil. Marín stefnir svo á að halda náminu í læknisfræði í Slóvakíu áfram í janúar 2023. „Það er bara ekki hægt að segja nei þegar Keflavík hefur samband. Ég er mjög spennt fyrir því að klæðast aftur Keflavíkur treyjunni og spila með liðinu í Bestu-deildinni,“ sagði Marín Rún Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að lokum.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira