Þessi ummæli Neville fóru öfugt ofan í marga stuðningsmenn Barcelona víðsvegar um heiminn, a.m.k. þá stuðningsmenn sem eru búsettir í Þýskalandi. Voru ummæli Neville tilkynnt til Twitter sem brot á reglum miðilsins og miðillinn því beðin um að fjarlægja færslu Neville.
Samkvæmt landslögum í Þýskalandi er Twitter skylt að láta notendur vita ef færslur þeirra eru tilkynntar. Miðlinum er einnig gert að upplýsa notendur hvort ummæli þeirra brjóti annað hvort gegn reglum miðlinsins eða lögum í Þýsklandi.
Twitter lét því Neville vita í gær að hann væri ekki sekur um nein brot á reglum fyrir færsluna sem hann setti inn á miðillinn, þar sem hann hvatti de Jong til að lögsækja Barcelona.
„Þökk sé dómstólum í Þýskalandi þá er ég saklaus! Þessi stuðningsmenn Barcelona eru svo viðkvæmir,“ skrifar Neville á Twitter og bætir við lyndistákni grátandi úr hlátri. Færslu Neville má sjá hér að neðan.
I’ve been found innocent thankfully in a German Court of Law!Those Barca fans are sensitive 😂 pic.twitter.com/igoFNt5IGQ
— Gary Neville (@GNev2) July 26, 2022