Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Ellen Geirsdóttir Håkansson og Eiður Þór Árnason skrifa 27. júlí 2022 22:29 Gazprom ber fyrir sig viðhald á túrbínu. Getty/SOPA Images Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. Gasverð í Evrópu hefur hækkað um nærri tvö prósent og nálgast methæðir eftir innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnendur hafa sakað stjórnvöld í Rússlandi um að beita gasbirgðum sínum sem pólitísku vopni en Rússar hafa dregið úr flæði um gasleiðsluna Nord Stream 1 sem liggur til Þýskalands. Flytur hún nú innan við tuttugu prósent af því gasi sem flæðir um hana í venjulegu árferði. Áður en stríðið hófst fluttu Þjóðverjar inn yfir helming af gasbirgðum sínum frá Rússlandi og mest af því kom í gegnum Nord Stream 1. Í lok júní hafði hlutfallið lækkaði niður í rétt yfir fjórðung. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom hefur reynt að að færa rök fyrir niðurskurði á gasflutningi með því að bera fyrir sig viðhald á túrbínu en þýsk yfirvöld segja ekki vera neina tæknilega ástæðu fyrir niðurskurðinum. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur skert flæði á gasi ekki bein áhrif á Bretland þar sem aðeins 5% af því gasi sem sé flutt þangað er frá Rússlandi. Eftir því sem eftirspurn eftir gasi í Evrópu eykst myndi verðhækkun þó hafa áhrif á breskan markað en gas verð í Bretlandi hækkaði um 7 prósent í dag og er það nú sex sinnum hærra en fyrir ári. Heildsöluverð á gasi í Evrópu eru nú tæpar 205 evrur á megavattstund en á sama tíma á síðasta ári kostaði megavattstundin rétt rúmlega 37 evrur. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Rússar skerða gasútflutninginn á ný Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að standa í Gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. 26. júlí 2022 07:09 Rússar skrúfa frá gasinu Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna. 21. júlí 2022 10:06 Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. 19. júlí 2022 21:49 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Gasverð í Evrópu hefur hækkað um nærri tvö prósent og nálgast methæðir eftir innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnendur hafa sakað stjórnvöld í Rússlandi um að beita gasbirgðum sínum sem pólitísku vopni en Rússar hafa dregið úr flæði um gasleiðsluna Nord Stream 1 sem liggur til Þýskalands. Flytur hún nú innan við tuttugu prósent af því gasi sem flæðir um hana í venjulegu árferði. Áður en stríðið hófst fluttu Þjóðverjar inn yfir helming af gasbirgðum sínum frá Rússlandi og mest af því kom í gegnum Nord Stream 1. Í lok júní hafði hlutfallið lækkaði niður í rétt yfir fjórðung. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom hefur reynt að að færa rök fyrir niðurskurði á gasflutningi með því að bera fyrir sig viðhald á túrbínu en þýsk yfirvöld segja ekki vera neina tæknilega ástæðu fyrir niðurskurðinum. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur skert flæði á gasi ekki bein áhrif á Bretland þar sem aðeins 5% af því gasi sem sé flutt þangað er frá Rússlandi. Eftir því sem eftirspurn eftir gasi í Evrópu eykst myndi verðhækkun þó hafa áhrif á breskan markað en gas verð í Bretlandi hækkaði um 7 prósent í dag og er það nú sex sinnum hærra en fyrir ári. Heildsöluverð á gasi í Evrópu eru nú tæpar 205 evrur á megavattstund en á sama tíma á síðasta ári kostaði megavattstundin rétt rúmlega 37 evrur.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Rússar skerða gasútflutninginn á ný Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að standa í Gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. 26. júlí 2022 07:09 Rússar skrúfa frá gasinu Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna. 21. júlí 2022 10:06 Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. 19. júlí 2022 21:49 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41
Rússar skerða gasútflutninginn á ný Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að standa í Gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. 26. júlí 2022 07:09
Rússar skrúfa frá gasinu Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna. 21. júlí 2022 10:06
Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. 19. júlí 2022 21:49