Snillingarnir Elvar Logi og Samúel í Selárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2022 21:04 Elfar Logi ásamt Marsibil Kristjánsdóttur, konu sinni, sem leikstýrir honum í þeim verkum, sem hann leikur í. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elvar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði hefur ekki setið auðum höndum í sumar því hann hefur verið að sýna einleik um Samúel í Selárdal, „Listamanninn með barnshjartað“, sem hefur vakið mikla athygli. Elvar Logi Hannesson leikari stofnaði Kómedíuleikhúsið árið 1997 en það er fyrsta og eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Hann hefur sett upp fjölmargar sýningar með góðri aðstoð Marsibilar Kristjánsdóttur, eiginkonu sinnar, eins og um Gísla á Uppsölum og fjórar leiksýningar, sem tengjast ævi og verkum Steins Steinars svo eitthvað sé nefnt. Nú er það hins vegar einleikurinn um Samúel í Selárdal. „Jú, jú, maður hefur nú farið ófáar ferðirnar hérna yfir Selárdalsheiðina, bæði þegar við Salome mín fluttumst yfir í Tálknafjörð, baukuðum þar í einhverja áratugi, nú svo þegar við fluttum aftur hingað í Selárdal,“ segir Elvar Logi í texta úr verkinu. Elfar Logi Hannesson í hlutverki Samúels í Selárdal, „Listamanninum með barnshjartað“ en einleikurinn er sýndur í samkomuhúsinu í Haukadal í Dýrafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er samkomuhúsið í Haukadal í Dýrafirði og hér erum við með leikhús, atvinnuleikhús Vestfjarða, það er til húsa hér í þessum dal þar sem engin býr,“ segir Elvar Logi og hlær og bætir við. „Þetta er skal ég segja þér vinnustofa Samúels, sem er kallaður „Listamaðurinn með barnshjartað“ og hann var í öðrum dal hér í næsta firði, Selárdal og það var hann sem bjó sér til þessa veröld, sem er miklu flottari en Disney eða Lego eða eitthvað þannig. Þetta er svona harmskopleikur, líf hans er bæði átakanlegt og svo líka dásamlegt og eins og einhver leikhúsmaðurinn sagði, þá hreyfir þetta við manni,“ segir snillingurinn Elvar Logi. Facebook síða leikhússins Elvar Logi að sýna leikmyndina í samkomuhúsinu í Haukadal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Leikhús Ísafjarðarbær Menning Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Elvar Logi Hannesson leikari stofnaði Kómedíuleikhúsið árið 1997 en það er fyrsta og eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Hann hefur sett upp fjölmargar sýningar með góðri aðstoð Marsibilar Kristjánsdóttur, eiginkonu sinnar, eins og um Gísla á Uppsölum og fjórar leiksýningar, sem tengjast ævi og verkum Steins Steinars svo eitthvað sé nefnt. Nú er það hins vegar einleikurinn um Samúel í Selárdal. „Jú, jú, maður hefur nú farið ófáar ferðirnar hérna yfir Selárdalsheiðina, bæði þegar við Salome mín fluttumst yfir í Tálknafjörð, baukuðum þar í einhverja áratugi, nú svo þegar við fluttum aftur hingað í Selárdal,“ segir Elvar Logi í texta úr verkinu. Elfar Logi Hannesson í hlutverki Samúels í Selárdal, „Listamanninum með barnshjartað“ en einleikurinn er sýndur í samkomuhúsinu í Haukadal í Dýrafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er samkomuhúsið í Haukadal í Dýrafirði og hér erum við með leikhús, atvinnuleikhús Vestfjarða, það er til húsa hér í þessum dal þar sem engin býr,“ segir Elvar Logi og hlær og bætir við. „Þetta er skal ég segja þér vinnustofa Samúels, sem er kallaður „Listamaðurinn með barnshjartað“ og hann var í öðrum dal hér í næsta firði, Selárdal og það var hann sem bjó sér til þessa veröld, sem er miklu flottari en Disney eða Lego eða eitthvað þannig. Þetta er svona harmskopleikur, líf hans er bæði átakanlegt og svo líka dásamlegt og eins og einhver leikhúsmaðurinn sagði, þá hreyfir þetta við manni,“ segir snillingurinn Elvar Logi. Facebook síða leikhússins Elvar Logi að sýna leikmyndina í samkomuhúsinu í Haukadal.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Leikhús Ísafjarðarbær Menning Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira