Popp skaut Þjóðverjum í úrslit Evrópumótsins Atli Arason skrifar 27. júlí 2022 21:00 Alexandra Popp fagnar sigurmarkinu sínu í kvöld Getty Images Þjóðverjar munu leika til úrslita á EM þetta árið eftir 2-1 sigur á Frökkum í undanúrslitum í kvöld. Alexandra Popp skoraði bæði mörk Þýskalands í leiknum en Þýskaland mun mæta gestgjöfum Englands í úrslitaleiknum næsta sunnudag. Popp skoraði fyrra mark sitt á 40. mínútu þegar hún var fyrst á boltann inn í vítateig Frakka eftir fyrirgjöf Svenja Huth af hægri væng. Popp hamraði þá boltanum viðstöðulaust með vinstri fæti í mark Frakka. Kadidiatou Diani jafnaði leikinn fyrir Frakka á 45. mínútu. Diani á þá þrumuskot fyrir utan vítateig Þjóðverja sem fer í stöngina og þaðan í bakið á Merle Frohms, markverði Þjóðverja, og í netið. Markið var því skráð sem sjálfsmark Frohms en þetta var í fyrsta skipti sem boltinn fór í net Þýskalands á mótinu til þessa og ætli það hafi ekki við hæfi að Þjóðverjar skoruðu það sjálfar. Staðan var því 1-1 í hálfleik en Popp var aftur á ferðinni á 76. mínútu og aftur kom markið með frábærri fyrirgjöf Huth af hægri væng. Eftir vandræðagang Frakka við að hreinsa knöttinn út úr eigin vítateig barst boltinn til Huth á hægri sem fékk nægan tíma og pláss til að teikna upp fyrirgjöf á Popp. Boltinn fór því beint á kollinn á Popp sem náði að vera fyrst í fyrirgjöfina og stangaði knöttinn í netið, sjötta mark Popp á EM og þar með jafnaði hún markamet Inka Grings sem og markafjölda Englendingsins Beth Mead á þessu Evrópumóti, það verður því ekki einungis keppt um Evróputitilinn á sunnudaginn heldur einnig gullskóinn. 2-1 sigur Þjóðverja var því niðurstaðan og fyrsta tap Frakka á þessu Evrópumóti staðreynd. Á sunnudaginn fer svo fram úrslitaleikurinn á troðfullum Wembley leikvanginum þar sem Þjóðverjar og Englendingar mætast. EM 2022 í Englandi
Þjóðverjar munu leika til úrslita á EM þetta árið eftir 2-1 sigur á Frökkum í undanúrslitum í kvöld. Alexandra Popp skoraði bæði mörk Þýskalands í leiknum en Þýskaland mun mæta gestgjöfum Englands í úrslitaleiknum næsta sunnudag. Popp skoraði fyrra mark sitt á 40. mínútu þegar hún var fyrst á boltann inn í vítateig Frakka eftir fyrirgjöf Svenja Huth af hægri væng. Popp hamraði þá boltanum viðstöðulaust með vinstri fæti í mark Frakka. Kadidiatou Diani jafnaði leikinn fyrir Frakka á 45. mínútu. Diani á þá þrumuskot fyrir utan vítateig Þjóðverja sem fer í stöngina og þaðan í bakið á Merle Frohms, markverði Þjóðverja, og í netið. Markið var því skráð sem sjálfsmark Frohms en þetta var í fyrsta skipti sem boltinn fór í net Þýskalands á mótinu til þessa og ætli það hafi ekki við hæfi að Þjóðverjar skoruðu það sjálfar. Staðan var því 1-1 í hálfleik en Popp var aftur á ferðinni á 76. mínútu og aftur kom markið með frábærri fyrirgjöf Huth af hægri væng. Eftir vandræðagang Frakka við að hreinsa knöttinn út úr eigin vítateig barst boltinn til Huth á hægri sem fékk nægan tíma og pláss til að teikna upp fyrirgjöf á Popp. Boltinn fór því beint á kollinn á Popp sem náði að vera fyrst í fyrirgjöfina og stangaði knöttinn í netið, sjötta mark Popp á EM og þar með jafnaði hún markamet Inka Grings sem og markafjölda Englendingsins Beth Mead á þessu Evrópumóti, það verður því ekki einungis keppt um Evróputitilinn á sunnudaginn heldur einnig gullskóinn. 2-1 sigur Þjóðverja var því niðurstaðan og fyrsta tap Frakka á þessu Evrópumóti staðreynd. Á sunnudaginn fer svo fram úrslitaleikurinn á troðfullum Wembley leikvanginum þar sem Þjóðverjar og Englendingar mætast.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti