Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2022 15:22 Rússar beindu eldflaugum sínum meðal annars að höfninni í Odessa sem er ein þriggja mikilvægust útflutningshafna Úkraínu. AP/borgarstjórn Odessa Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. Um tuttugu milljónir tonna af korni bíða útflutnings frá Úkraínu og því voru miklar vonir bundnar við samkomulagið sem undirritað var síðast liðinn föstudag. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Rússar hins vegar eldflaugaárás á Odessa eina af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu. Þeir gerðu síðan aðra eldflaugaárás á borgina í gær. Flaugum sem ætlað er að tortíma herskipum var skotið frá rússneskum flugvélum og sagðar hafa hæft íbúðarbyggð og innviði hafnarinnar. Samkomulagið sem gert var í síðustu viku gildir í 120 daga eða í fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan. Þeirra á meðal eru 22 risaflutningaskip. Til að ná að flytja út allt korn Úkraínu þyrfti að sigla með um 5 milljónir tonna á viku. Því fyrst þarf að flytja út birgðir frá síðasta ári og síðan haustuppskeru þessa árs. Slökkviliðsmenn við störf í úthverfi Odessa eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Michael Shtekel Guy Platten forstjóri Alþjóðasamtaka flutningaskipa segir að eftir innrásina hafi tekist að flytja um fimmtán hundruð áhafnarmeðlimi af tvö þúsund frá Úkraínu. Mörg skipanna væru því ómönnuð og sum aðeins mönnuð lágmarksfjölda. „Það þarf því augljóslega að manna öll þessi skip og sjá til þess að þau séu siglingarhæf," segir Platten. Þá liggi ekki fyrir hvernig tryggja eigi öryggi áhafna og skipa á siglingarleiðinni frá þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, Odessa, Chernomorsk og Yuzhny. Siglingarleiðir til og frá þessum höfnum væru krökkar af tundurduflum. Samkvæmt samkomulaginu á að stofna sameignlega stýrihóp Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna sem á skipuleggja siglingarnar og tyrggja öryggi skipa og áhafna. Miðstöð þessa stýrihóps var opnuð í Tyrklandi í dag. „Getum við gengið úr skugga um og tryggt öryggi áhafna? Hvað verður gert varðandi tundurduflin? Þannig að það eru margir óvissuþættir sem við þurfum að leysa úr. Almennt séð er þó fagnaðarefni að þetta samkomulag hafi tekist,“ segir Platten. Eftir að flutningar hefjist þurfi um 60 skip að sigla um Svartahaf í hverjum mánuði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Um tuttugu milljónir tonna af korni bíða útflutnings frá Úkraínu og því voru miklar vonir bundnar við samkomulagið sem undirritað var síðast liðinn föstudag. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Rússar hins vegar eldflaugaárás á Odessa eina af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu. Þeir gerðu síðan aðra eldflaugaárás á borgina í gær. Flaugum sem ætlað er að tortíma herskipum var skotið frá rússneskum flugvélum og sagðar hafa hæft íbúðarbyggð og innviði hafnarinnar. Samkomulagið sem gert var í síðustu viku gildir í 120 daga eða í fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan. Þeirra á meðal eru 22 risaflutningaskip. Til að ná að flytja út allt korn Úkraínu þyrfti að sigla með um 5 milljónir tonna á viku. Því fyrst þarf að flytja út birgðir frá síðasta ári og síðan haustuppskeru þessa árs. Slökkviliðsmenn við störf í úthverfi Odessa eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Michael Shtekel Guy Platten forstjóri Alþjóðasamtaka flutningaskipa segir að eftir innrásina hafi tekist að flytja um fimmtán hundruð áhafnarmeðlimi af tvö þúsund frá Úkraínu. Mörg skipanna væru því ómönnuð og sum aðeins mönnuð lágmarksfjölda. „Það þarf því augljóslega að manna öll þessi skip og sjá til þess að þau séu siglingarhæf," segir Platten. Þá liggi ekki fyrir hvernig tryggja eigi öryggi áhafna og skipa á siglingarleiðinni frá þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, Odessa, Chernomorsk og Yuzhny. Siglingarleiðir til og frá þessum höfnum væru krökkar af tundurduflum. Samkvæmt samkomulaginu á að stofna sameignlega stýrihóp Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna sem á skipuleggja siglingarnar og tyrggja öryggi skipa og áhafna. Miðstöð þessa stýrihóps var opnuð í Tyrklandi í dag. „Getum við gengið úr skugga um og tryggt öryggi áhafna? Hvað verður gert varðandi tundurduflin? Þannig að það eru margir óvissuþættir sem við þurfum að leysa úr. Almennt séð er þó fagnaðarefni að þetta samkomulag hafi tekist,“ segir Platten. Eftir að flutningar hefjist þurfi um 60 skip að sigla um Svartahaf í hverjum mánuði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41
Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38