Þúsundir söfnuðust saman til að taka á móti þjóðhetjunni Vingegaard Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júlí 2022 17:31 Jonas Vingegaard fékk vægast sagt góðar móttökur við komu sína aftur til Danmerkur. SERGEI GAPON/Anadolu Agency via Getty Images Danski hjólreiðakappinn Jonas Vingegaard snéri aftur heim til Danmerkur eftir að hafa fagnað sigri á stærsta hjólreiðamóti heims, Tour de France. Þúsundir aðdáenda kappans söfnuðust saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn til að taka á móti hetjunni sinni. Með blæjuna niðri keyrði Vingegaard um Ráðhústorgið klæddur í gulu treyjuna sem sigurvegarar Tour de France klæðast. Hafsjór af fólki mætti til að taka á móti Vingegaard, og eins og segir í umfjöllun TV2 um málið hefur annað eins ekki sést þar í landi síðan Danir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu árið 1992. Sjálfur ætlaði Vingegaard ekki að trúa því hversu margir væru mættir til að fagna sigri hans og hann þakkaði fólkinu að sjálfsögðu vel fyrir sig. „Þetta var algjörlega frábær ferð. Ég vil bara þakka öllum kærlega fyrir mig. Þetta er búin að vera frábær upplifun fyrir mig,“ sagði hjólreiðakappinn í samtali við TV2. ráðhústorgið í Kaupmannahöfn var gjörsamlega pakkað þegar Vingegaard mætti.Steffen Trumpf/picture alliance via Getty Images Þrátt fyrir að nú séu þrír dagar síðan Vingegaard tryggði sér sigur í Tour de France er kappinn ekki enn búinn að átta sig á sigrinum. „Ég bara skil þetta ekki. Þetta er gjörsamlega geggjað.“ Eftir að hafa heilsað mannfjöldanum fór Vingegaard svo inn í ráðhúsið þar sem Sophie Hæstorp Andersen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, Simon Kellerup, viðskiptamálaráðherra, og Henrik Jess Jensen, formaður hjólreiðasambands Danmerkur, hylltu hetjunni. „Jonas, þessi sigur þinn í Tour de France er eitt mesta íþróttaafrek Dana,“ sagði borgarstjórinn Sophie Hæstorp Andersen meðal annars um afrek Vingegaard. Hjólreiðar Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira
Með blæjuna niðri keyrði Vingegaard um Ráðhústorgið klæddur í gulu treyjuna sem sigurvegarar Tour de France klæðast. Hafsjór af fólki mætti til að taka á móti Vingegaard, og eins og segir í umfjöllun TV2 um málið hefur annað eins ekki sést þar í landi síðan Danir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu árið 1992. Sjálfur ætlaði Vingegaard ekki að trúa því hversu margir væru mættir til að fagna sigri hans og hann þakkaði fólkinu að sjálfsögðu vel fyrir sig. „Þetta var algjörlega frábær ferð. Ég vil bara þakka öllum kærlega fyrir mig. Þetta er búin að vera frábær upplifun fyrir mig,“ sagði hjólreiðakappinn í samtali við TV2. ráðhústorgið í Kaupmannahöfn var gjörsamlega pakkað þegar Vingegaard mætti.Steffen Trumpf/picture alliance via Getty Images Þrátt fyrir að nú séu þrír dagar síðan Vingegaard tryggði sér sigur í Tour de France er kappinn ekki enn búinn að átta sig á sigrinum. „Ég bara skil þetta ekki. Þetta er gjörsamlega geggjað.“ Eftir að hafa heilsað mannfjöldanum fór Vingegaard svo inn í ráðhúsið þar sem Sophie Hæstorp Andersen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, Simon Kellerup, viðskiptamálaráðherra, og Henrik Jess Jensen, formaður hjólreiðasambands Danmerkur, hylltu hetjunni. „Jonas, þessi sigur þinn í Tour de France er eitt mesta íþróttaafrek Dana,“ sagði borgarstjórinn Sophie Hæstorp Andersen meðal annars um afrek Vingegaard.
Hjólreiðar Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira