Búist við áframhaldandi landrisi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2022 12:00 Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2. Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. Miðja landrissins er skammt vestan við Öskjuvatn og stafar af þrýstiaukningu í rótum eldstöðvarinnar. „Það er kvikusöfnun þarna undir á um tveggja kílómetra dýpi sem veldur því að þarna verður landris og það er núna búið að rísa um 35 sentimetra frá júlí 2021,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hún segir að búist sé við áframhaldandi landrisi næstu daga. „En svo getur þetta stoppað og verið þannig í mörg ár.“ Landrisinu fylgir ekki aukin skjálftavirkni en búist er við því að hún muni aukast ef til eldgoss kemur. Veðurstofan fundaði með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ og almannavörnum á mánudaginn vegna landrissins þar sem farið var yfir þróun mála. „Þar var rætt um þessar nýjustu bylgjuvíxlmyndir sem sýna hvar landrisið er sem er vestan við Öskuvatnið. Hversu mikið hún er búin að rísa upp og hvað geti gerst í kjölfarið, hvort þetta sé eðlilegt og svoleiðis.“ Nokkrar sviðsmyndir Landið seig mikið eftir síðasta eldgos í Öskju og segir Lovísa að landris geti verið lengi viðvarandi án eldgoss en það geti einnig leitt til eldgos, og þá séu nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það fer eftir því hvar kvikan kemur upp. Ef hún kemur upp í miðju öskjuvatni þá getur komið sprengigos því þar verður samspil vatns og kviku en ef hún kemur upp í öskjujaðrinum þá getur þetta verið hraungos þannig það fer eftir því hvar hún leitar upp.“ Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Tengdar fréttir Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27. júlí 2022 07:43 Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Miðja landrissins er skammt vestan við Öskjuvatn og stafar af þrýstiaukningu í rótum eldstöðvarinnar. „Það er kvikusöfnun þarna undir á um tveggja kílómetra dýpi sem veldur því að þarna verður landris og það er núna búið að rísa um 35 sentimetra frá júlí 2021,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hún segir að búist sé við áframhaldandi landrisi næstu daga. „En svo getur þetta stoppað og verið þannig í mörg ár.“ Landrisinu fylgir ekki aukin skjálftavirkni en búist er við því að hún muni aukast ef til eldgoss kemur. Veðurstofan fundaði með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ og almannavörnum á mánudaginn vegna landrissins þar sem farið var yfir þróun mála. „Þar var rætt um þessar nýjustu bylgjuvíxlmyndir sem sýna hvar landrisið er sem er vestan við Öskuvatnið. Hversu mikið hún er búin að rísa upp og hvað geti gerst í kjölfarið, hvort þetta sé eðlilegt og svoleiðis.“ Nokkrar sviðsmyndir Landið seig mikið eftir síðasta eldgos í Öskju og segir Lovísa að landris geti verið lengi viðvarandi án eldgoss en það geti einnig leitt til eldgos, og þá séu nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það fer eftir því hvar kvikan kemur upp. Ef hún kemur upp í miðju öskjuvatni þá getur komið sprengigos því þar verður samspil vatns og kviku en ef hún kemur upp í öskjujaðrinum þá getur þetta verið hraungos þannig það fer eftir því hvar hún leitar upp.“
Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Tengdar fréttir Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27. júlí 2022 07:43 Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27. júlí 2022 07:43
Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 17. júní 2022 08:02
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent