„Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2022 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson ætlar sér stóra hluti á heimsleikunum í ár sem undanfarin ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er stærsta vonarstjarna Íslands á komandi heimsleikum í CrossFit nú þegar Anníe Mist Þórisdóttir er búin að skipta yfir í liðakeppnina og þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir mistókst að tryggja sér farseðil á leikanna. Þessi fjögur hafa öll verið á verðlaunapallinum undanfarin áratug en nú er það bara Björgvin Karl sem er með í ár. Auðvitað eru upprennandi íslenskar stjörnur með í ár eins og þær Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þuríður náði níunda sætinu 2019 og varð þrettánda í fyrra. Sólveig er að keppa í fyrsta sinn í einstaklingskeppninni á leikunum en var tvisvar með í liðakeppninni. Það búast fáir við því að þær Þuríður Erla og Sólveig, þó mjög góðar séu, keppi um verðlaunasæti á heimsleikunum en þar er aftur á móti stefnan að vanda hjá BKG. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Anníe, Katrín Tanja og Sara hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár en hinn stöðugi og stórbrotni Björgvin Karl hefur meira verið í því að láta bara verkin tala. Björgvin ætlar aftur á móti að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast meira með sér á þessum heimsleikum því hann leyfði Snorra Björnssyni að fylgjast með tímabilinu sínu og afraksturinn má finna í þáttarröð á Youtube. Fyrsti þátturinn er nú kominn í loftið og Björgvin Karl auglýsti hann á Instagram síðu sinni. „Góðvinur minn Snorri Björnsson hefur fylgst nánast með hverri hreyfingu hjá mér á þessu tímabili til að setja saman heimildarmyndina um ferð mína á heimsleikana 2022,“ skrifaði Björgvin Karl. „Fyrsti þátturinn var að detta inn á Youtube. Kíkið á hann. Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá,“ skrifaði Björgvin. Í þessum fyrsta þætti er fylgst sérstaklega með Björgvini í undanúrslitamótinu í Amsterdam þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin gerði það með því að ná öðru sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af leið Björgvins Karls Guðmundssonar á heimsleikana í ár. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-v9kwArFbZo">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Þessi fjögur hafa öll verið á verðlaunapallinum undanfarin áratug en nú er það bara Björgvin Karl sem er með í ár. Auðvitað eru upprennandi íslenskar stjörnur með í ár eins og þær Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þuríður náði níunda sætinu 2019 og varð þrettánda í fyrra. Sólveig er að keppa í fyrsta sinn í einstaklingskeppninni á leikunum en var tvisvar með í liðakeppninni. Það búast fáir við því að þær Þuríður Erla og Sólveig, þó mjög góðar séu, keppi um verðlaunasæti á heimsleikunum en þar er aftur á móti stefnan að vanda hjá BKG. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Anníe, Katrín Tanja og Sara hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár en hinn stöðugi og stórbrotni Björgvin Karl hefur meira verið í því að láta bara verkin tala. Björgvin ætlar aftur á móti að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast meira með sér á þessum heimsleikum því hann leyfði Snorra Björnssyni að fylgjast með tímabilinu sínu og afraksturinn má finna í þáttarröð á Youtube. Fyrsti þátturinn er nú kominn í loftið og Björgvin Karl auglýsti hann á Instagram síðu sinni. „Góðvinur minn Snorri Björnsson hefur fylgst nánast með hverri hreyfingu hjá mér á þessu tímabili til að setja saman heimildarmyndina um ferð mína á heimsleikana 2022,“ skrifaði Björgvin Karl. „Fyrsti þátturinn var að detta inn á Youtube. Kíkið á hann. Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá,“ skrifaði Björgvin. Í þessum fyrsta þætti er fylgst sérstaklega með Björgvini í undanúrslitamótinu í Amsterdam þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin gerði það með því að ná öðru sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af leið Björgvins Karls Guðmundssonar á heimsleikana í ár. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-v9kwArFbZo">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira