„Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2022 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson ætlar sér stóra hluti á heimsleikunum í ár sem undanfarin ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er stærsta vonarstjarna Íslands á komandi heimsleikum í CrossFit nú þegar Anníe Mist Þórisdóttir er búin að skipta yfir í liðakeppnina og þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir mistókst að tryggja sér farseðil á leikanna. Þessi fjögur hafa öll verið á verðlaunapallinum undanfarin áratug en nú er það bara Björgvin Karl sem er með í ár. Auðvitað eru upprennandi íslenskar stjörnur með í ár eins og þær Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þuríður náði níunda sætinu 2019 og varð þrettánda í fyrra. Sólveig er að keppa í fyrsta sinn í einstaklingskeppninni á leikunum en var tvisvar með í liðakeppninni. Það búast fáir við því að þær Þuríður Erla og Sólveig, þó mjög góðar séu, keppi um verðlaunasæti á heimsleikunum en þar er aftur á móti stefnan að vanda hjá BKG. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Anníe, Katrín Tanja og Sara hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár en hinn stöðugi og stórbrotni Björgvin Karl hefur meira verið í því að láta bara verkin tala. Björgvin ætlar aftur á móti að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast meira með sér á þessum heimsleikum því hann leyfði Snorra Björnssyni að fylgjast með tímabilinu sínu og afraksturinn má finna í þáttarröð á Youtube. Fyrsti þátturinn er nú kominn í loftið og Björgvin Karl auglýsti hann á Instagram síðu sinni. „Góðvinur minn Snorri Björnsson hefur fylgst nánast með hverri hreyfingu hjá mér á þessu tímabili til að setja saman heimildarmyndina um ferð mína á heimsleikana 2022,“ skrifaði Björgvin Karl. „Fyrsti þátturinn var að detta inn á Youtube. Kíkið á hann. Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá,“ skrifaði Björgvin. Í þessum fyrsta þætti er fylgst sérstaklega með Björgvini í undanúrslitamótinu í Amsterdam þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin gerði það með því að ná öðru sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af leið Björgvins Karls Guðmundssonar á heimsleikana í ár. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-v9kwArFbZo">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira
Þessi fjögur hafa öll verið á verðlaunapallinum undanfarin áratug en nú er það bara Björgvin Karl sem er með í ár. Auðvitað eru upprennandi íslenskar stjörnur með í ár eins og þær Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þuríður náði níunda sætinu 2019 og varð þrettánda í fyrra. Sólveig er að keppa í fyrsta sinn í einstaklingskeppninni á leikunum en var tvisvar með í liðakeppninni. Það búast fáir við því að þær Þuríður Erla og Sólveig, þó mjög góðar séu, keppi um verðlaunasæti á heimsleikunum en þar er aftur á móti stefnan að vanda hjá BKG. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Anníe, Katrín Tanja og Sara hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár en hinn stöðugi og stórbrotni Björgvin Karl hefur meira verið í því að láta bara verkin tala. Björgvin ætlar aftur á móti að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast meira með sér á þessum heimsleikum því hann leyfði Snorra Björnssyni að fylgjast með tímabilinu sínu og afraksturinn má finna í þáttarröð á Youtube. Fyrsti þátturinn er nú kominn í loftið og Björgvin Karl auglýsti hann á Instagram síðu sinni. „Góðvinur minn Snorri Björnsson hefur fylgst nánast með hverri hreyfingu hjá mér á þessu tímabili til að setja saman heimildarmyndina um ferð mína á heimsleikana 2022,“ skrifaði Björgvin Karl. „Fyrsti þátturinn var að detta inn á Youtube. Kíkið á hann. Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá,“ skrifaði Björgvin. Í þessum fyrsta þætti er fylgst sérstaklega með Björgvini í undanúrslitamótinu í Amsterdam þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin gerði það með því að ná öðru sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af leið Björgvins Karls Guðmundssonar á heimsleikana í ár. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-v9kwArFbZo">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira