Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2022 20:46 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. Flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar tilkynning vegna sprengjuhótunar barst íslenskum flugmálayfirvöldum. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í gær, þar sem við tók mikil aðgerð. Samkvæmt heimildum hafði farþegi í vélinni skrifað „BOMB“ eða „SPRENGJA“ á spegilinn á salerni vélarinnar. „Það sem gerist í tilviki sem þessu þá virkjum við neyðaráætlun vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er áætlun sem í raun og veru er trúnaðarmál og ég get ekki farið efnislega í það hvað hún í smáatriðum snýst um, en það fer allt á hæsta viðbúnaðarstig. Þegar um sprengjuhótun er að ræða í loftfari er það lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stýrir aðgerðum í samstarfi við fjölda aðila,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þegar við erum að tala um sprengjuhótun þá annast sprengjuleitina sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.“ Við tók ítarleg leit að sprengju, bæði um borð í vélinni og á farþegum og í farangri þeirra. „Vélin er auðvitað mjög vel skoðuð. Síðan er það farangur farþeganna og farþegarnir sjálfir. Þeir sæta skoðun eða rannsókn þegar búið er að tryggja að engin sprengja er í farangri eða á viðkomandi farþega. Eða á flugvélinni,“ segir Úlfar. „Ég held að ég geti fullyrt það að allt viðbragð og samstarf viðbragðsaðila í gær, aðgerðir stóðu fram á nótt, hafi gengið afbragðsvel. Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að í vélinni var engin sprengja.“ Flugvélinni, sem kom með farþegana frá Frankfurt, var snúið aftur til Þýskaland og önnur flugvél kom seint í gærkvöldi til að ferja farþegana yfir til Bandaríkjanna. Farþegarnir höfðu þá fengið áfallahjálp hjá áfallateymi Rauða krossins en 266 farþegar voru um borð í vélinni. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum var snúið við yfir Grænlandi á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar tilkynning vegna sprengjuhótunar barst íslenskum flugmálayfirvöldum. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í gær, þar sem við tók mikil aðgerð. Samkvæmt heimildum hafði farþegi í vélinni skrifað „BOMB“ eða „SPRENGJA“ á spegilinn á salerni vélarinnar. „Það sem gerist í tilviki sem þessu þá virkjum við neyðaráætlun vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er áætlun sem í raun og veru er trúnaðarmál og ég get ekki farið efnislega í það hvað hún í smáatriðum snýst um, en það fer allt á hæsta viðbúnaðarstig. Þegar um sprengjuhótun er að ræða í loftfari er það lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stýrir aðgerðum í samstarfi við fjölda aðila,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þegar við erum að tala um sprengjuhótun þá annast sprengjuleitina sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar.“ Við tók ítarleg leit að sprengju, bæði um borð í vélinni og á farþegum og í farangri þeirra. „Vélin er auðvitað mjög vel skoðuð. Síðan er það farangur farþeganna og farþegarnir sjálfir. Þeir sæta skoðun eða rannsókn þegar búið er að tryggja að engin sprengja er í farangri eða á viðkomandi farþega. Eða á flugvélinni,“ segir Úlfar. „Ég held að ég geti fullyrt það að allt viðbragð og samstarf viðbragðsaðila í gær, aðgerðir stóðu fram á nótt, hafi gengið afbragðsvel. Það sem skiptir náttúrulega mestu máli er að í vélinni var engin sprengja.“ Flugvélinni, sem kom með farþegana frá Frankfurt, var snúið aftur til Þýskaland og önnur flugvél kom seint í gærkvöldi til að ferja farþegana yfir til Bandaríkjanna. Farþegarnir höfðu þá fengið áfallahjálp hjá áfallateymi Rauða krossins en 266 farþegar voru um borð í vélinni.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07