„Markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 08:00 Tryggvi Þórisson stefnir á að spila í þýsku úrvalsdeildinni á komandi árum. Vísir/Hulda Margrét Handknattleiksmaðurinn Tryggvi Þórisson var í gær kynntur sem nýr leikmaður sænsku deildarmeistaranna Sävehof. Þessi tvítugi línumaður hefur seinustu ár verið lykilmaður í liði Selfyssinga í Olís-deild karla, en hann segist setja stefnuna á þýsku úrvalsdeildina á komandi árum. „Þetta kom mjög skyndilega upp á. Leikmaðurinn sem var í minni stöðu ákvað að hætta og þegar hann tekur þá ákvörðun þá heyra þeir bara strax í mér þarna í byrjun júlí,“ sagði Tryggvi þegar Vísir náði tali af honum. Sävehof varð deildar- og bikarmeistari í Svíþjóð á seinasta tímabili og liðið hefur um árabil verið í fremstu röð þar í landi. Tryggvi segir að það hefi spilað inn í ákvörðun sína, ásamt því að hann sé mjög hrifinn af þjálfara liðsins, Michael Apelgren. „Ég stökk á þetta af því að í klúbbnum er mikil sigurhefð. Og svo er það þjálfarinn. Hann gerði Elverum að því sem það er í dag og er bara einn besti þjálfarinn í heiminum í dag.“ „Það voru alveg önnur lið sem höfðu verið í sambandi við mig, en þau voru meira og minna að bjóða mér að koma eftir næsta tímabil. Sävehof vildi fá mig núna og þó að hitt sem var í boði hafi allt verið frábærir valmöguleikar þá fannst mér þetta vera rétta skrefið fyrir mig.“ Tryggvi hefur fengið smjörþefinn af Evrópukeppnum frá tíma hans á Selfossi, en nú tekur við forkeppni Evrópudeildarinnar með Sävehof. „Við verðum í Evrópudeildinni. Af því að þeir unnu „bara“ bikarinn og deildina þá þurfum við að fara í umspilið.“ Tryggvi skrifaði undir tveggja ára samning við Sävehof, en er þó strax farinn að horfa lengra. Hann segir að stefnan sé sett á sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildina, og að þjálfari liðsins sé tilbúinn að hjálpa honum að ná þeim markmiðum. „Ég reyni auðvitað bara að hugsa um þetta tímabil núna með Sävehof, en markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár. Þessi þjálfari er tilbúinn að hjálpa mér við það. Það er markmiðið hans líka,“ sagði Tryggvi að lokum. Handbolti Sænski handboltinn UMF Selfoss Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
„Þetta kom mjög skyndilega upp á. Leikmaðurinn sem var í minni stöðu ákvað að hætta og þegar hann tekur þá ákvörðun þá heyra þeir bara strax í mér þarna í byrjun júlí,“ sagði Tryggvi þegar Vísir náði tali af honum. Sävehof varð deildar- og bikarmeistari í Svíþjóð á seinasta tímabili og liðið hefur um árabil verið í fremstu röð þar í landi. Tryggvi segir að það hefi spilað inn í ákvörðun sína, ásamt því að hann sé mjög hrifinn af þjálfara liðsins, Michael Apelgren. „Ég stökk á þetta af því að í klúbbnum er mikil sigurhefð. Og svo er það þjálfarinn. Hann gerði Elverum að því sem það er í dag og er bara einn besti þjálfarinn í heiminum í dag.“ „Það voru alveg önnur lið sem höfðu verið í sambandi við mig, en þau voru meira og minna að bjóða mér að koma eftir næsta tímabil. Sävehof vildi fá mig núna og þó að hitt sem var í boði hafi allt verið frábærir valmöguleikar þá fannst mér þetta vera rétta skrefið fyrir mig.“ Tryggvi hefur fengið smjörþefinn af Evrópukeppnum frá tíma hans á Selfossi, en nú tekur við forkeppni Evrópudeildarinnar með Sävehof. „Við verðum í Evrópudeildinni. Af því að þeir unnu „bara“ bikarinn og deildina þá þurfum við að fara í umspilið.“ Tryggvi skrifaði undir tveggja ára samning við Sävehof, en er þó strax farinn að horfa lengra. Hann segir að stefnan sé sett á sterkustu deild heims, þýsku úrvalsdeildina, og að þjálfari liðsins sé tilbúinn að hjálpa honum að ná þeim markmiðum. „Ég reyni auðvitað bara að hugsa um þetta tímabil núna með Sävehof, en markmiðið er að komast í þýsku deildina eftir þessi tvö ár. Þessi þjálfari er tilbúinn að hjálpa mér við það. Það er markmiðið hans líka,“ sagði Tryggvi að lokum.
Handbolti Sænski handboltinn UMF Selfoss Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira