Minnst einn látinn í röð skotárása í Kanada Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2022 15:21 Lögreglumaður stendur nærri lögreglubifreið á vettvangi skotárásar í Langley í dag. Ap/The Canadian Press/Darryl Dyck Skotið var á nokkurn fjölda einstaklinga í röð skotárása í borginni Langley í Bresku-Kólumbíu í morgun að sögn kanadísku lögreglunnar. Minnst einn lést í árásunum og hefur karlmaður verið handtekinn grunaður um aðild að þeim. Langley er staðsett rétt utan við Vancouver, um 40 kílómetra suðaustur af borginni. Um klukkan 6:15 að staðartíma var íbúum á svæðinu tilkynnt að skotárásir hafi átt sér stað á nokkrum stöðum í miðborg Langley og á einum stað í hinu nærliggjandi sveitarfélagi Langley Township. Lögreglan staðfestir við kanadíska ríkisútvarpið CBC að einn hafi verið handtekinn rétt fyrir klukkan 7, eða um 14 að íslenskum tíma. Áfram sé unnið að því að kanna hvort hinn grunaði hafi verið einn að verki. Ekki hefur verið greint frá fjölda fórnarlamba en haft er eftir fulltrúa lögreglunnar að fólkið sé heimilislaust. Ekki er talið að skotmörkin hafi verið valin af handahófi. Í tilkynningu var hinum grunaða lýst sem hvítum karlmanni með dökkt hár sem hafi sést á hvítri bifreið. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi, af því er fram kemur í frétt CBC. B.C. has issued an emergency notification for multiple shootings downtown Langley involving transient victims pic.twitter.com/6Kg9mIMtOB— Andrea Woo | (@AndreaWoo) July 25, 2022 Átti sér stað á minnst þremur stöðum Lögreglan hefur afmarkað nokkra vettvanga í borginni með nokkra kílómetra millibili. Einn við Willowbrook-verslunarmiðstöðina, annan við Cascades-spilavítið nærri Fraser-hraðbrautinni og þann þriðja í nálægð við flóamarkað og strætóstopp við Logan-breiðstræti og Glover-veg. Sjá má för eftir minnst níu byssukúlur utan á svartri lögreglubifreið sem finna má við áðurnefnda verslunarmiðstöð, að sögn fréttastofu CBC. This is Cascades casino parking lot one of multiple shooting scenes in Langley. Police tell me those aren t bodies under there but the scene remains blocked off as police investigate. There are several victims throughout the city. @GlobalBC pic.twitter.com/tHTz7vB2fN— Christa Dao (@ChristaDao) July 25, 2022 Rétt eftir klukkan 7:20 að staðartíma, skömmu eftir að hinn grunaði var handtekinn, sendi lögreglan út aðra tilkynningu þar sem aftur var biðlað til almennings að halda sig frá miðborginni á meðan kannað væri hvort fleiri skotmenn hafi átt þátt í árásunum. Lögreglan hefur lokað vegarkafla sem liggur í gegnum miðborgina og hvatt fólk til að forðast fleiri nálæga staði. Eyewitness attests to policing arresting a suspect close to 200th Street outside Willowbrook mall during unfolding shooting incident in downtown #Langley. pic.twitter.com/AH6V7lDt3m— Sarah Grochowski (@SarahGrochowski) July 25, 2022 Ein skotárásin átti sér stað við Willowbrook verslunarmiðstöðina.Willowbrook Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Um klukkan 6:15 að staðartíma var íbúum á svæðinu tilkynnt að skotárásir hafi átt sér stað á nokkrum stöðum í miðborg Langley og á einum stað í hinu nærliggjandi sveitarfélagi Langley Township. Lögreglan staðfestir við kanadíska ríkisútvarpið CBC að einn hafi verið handtekinn rétt fyrir klukkan 7, eða um 14 að íslenskum tíma. Áfram sé unnið að því að kanna hvort hinn grunaði hafi verið einn að verki. Ekki hefur verið greint frá fjölda fórnarlamba en haft er eftir fulltrúa lögreglunnar að fólkið sé heimilislaust. Ekki er talið að skotmörkin hafi verið valin af handahófi. Í tilkynningu var hinum grunaða lýst sem hvítum karlmanni með dökkt hár sem hafi sést á hvítri bifreið. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi, af því er fram kemur í frétt CBC. B.C. has issued an emergency notification for multiple shootings downtown Langley involving transient victims pic.twitter.com/6Kg9mIMtOB— Andrea Woo | (@AndreaWoo) July 25, 2022 Átti sér stað á minnst þremur stöðum Lögreglan hefur afmarkað nokkra vettvanga í borginni með nokkra kílómetra millibili. Einn við Willowbrook-verslunarmiðstöðina, annan við Cascades-spilavítið nærri Fraser-hraðbrautinni og þann þriðja í nálægð við flóamarkað og strætóstopp við Logan-breiðstræti og Glover-veg. Sjá má för eftir minnst níu byssukúlur utan á svartri lögreglubifreið sem finna má við áðurnefnda verslunarmiðstöð, að sögn fréttastofu CBC. This is Cascades casino parking lot one of multiple shooting scenes in Langley. Police tell me those aren t bodies under there but the scene remains blocked off as police investigate. There are several victims throughout the city. @GlobalBC pic.twitter.com/tHTz7vB2fN— Christa Dao (@ChristaDao) July 25, 2022 Rétt eftir klukkan 7:20 að staðartíma, skömmu eftir að hinn grunaði var handtekinn, sendi lögreglan út aðra tilkynningu þar sem aftur var biðlað til almennings að halda sig frá miðborginni á meðan kannað væri hvort fleiri skotmenn hafi átt þátt í árásunum. Lögreglan hefur lokað vegarkafla sem liggur í gegnum miðborgina og hvatt fólk til að forðast fleiri nálæga staði. Eyewitness attests to policing arresting a suspect close to 200th Street outside Willowbrook mall during unfolding shooting incident in downtown #Langley. pic.twitter.com/AH6V7lDt3m— Sarah Grochowski (@SarahGrochowski) July 25, 2022 Ein skotárásin átti sér stað við Willowbrook verslunarmiðstöðina.Willowbrook Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira