Innlent

Grunnskólanemum með erlendan bakgrunn fjölgar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Alls eru nemendur með erlendan bakgrunn 26 prósent allra grunnskólanema landsins.
Alls eru nemendur með erlendan bakgrunn 26 prósent allra grunnskólanema landsins. Vísir/Vilhelm

Alls voru tæplega 47 þúsund nemendur í grunnskólum landsins haustið 2021 og hafa þeir aldrei verið svo margir áður. Grunnskólanemum fjölgaði um 171 á milli ára en samkvæmt Hagstofu er skýringin aðallega sú að nemendum fjölgar sem flytja hingað til lands erlendis frá.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu. Þetta er í fyrsta sinn sem tölur eru birtar sem sýna bakgrunn nemenda.

Nemendur með erlendan bakgrunn eru nú 26 prósent allra grunnskólanema landsins, flestir fæddir á Íslandi en annað eða bæði foreldri erlend. Þeim nemendum hefur fjölgað um 3,5 prósentustig síðustu fimmtán ár.

Nemendur sem tilheyra annarri kynslóða innflytjenda hefur fjölgað mikið síðustu ár og telja nú um 5,6 prósent allra grunnskólanema.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×