Veður

Vætusamt næstu daga

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ferðamenn af skemmtiferðaskipi á Skarafabakka
Ferðamenn af skemmtiferðaskipi á Skarafabakka Vísir/Vilhelm

Nokkuð vætusamt veður er í kortunum þessa vikuna. 

Í dag verður hæg breytileg átt skýjað að mestu og allvíða dálitlir skúrir. Hægt vaxandi suðaustanátt eftir hádegi á morgun, 8-13 m/s og rigning sunnan- og vestantil á landinu annað kvöld. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 15 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Hægviðri, skýjað og lítilsháttar skúrir. Hiti 8 til 15 stig. Suðaustan 8-13 m/s og rigning sunnan- og vestantil á landinu um kvöldið.

Á miðvikudag:

Sunnan og suðvestan 8-13. Rigning víða um land, talsverð úrkoma sunnantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á fimmtudag:

Suðvestan og vestan 5-10 og dálítil væta, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri á austanverðu landinu með hita að 18 stigum.

Á föstudag:

Austlæg eða breytileg átt og víða rigning eða súld. Hiti 8 til 14 stig.

Á laugardag:

Stíf norðvestan- og vestanátt með rigningu, en styttir upp sunnanlands. Kólnandi veður.

Á sunnudag:

Suðvestanátt með lítilsháttar skúrum, en léttir til norðaustan- og austanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×