Lífið

Sléttu­úlfar átu pá­fugla Martha Stewart

Bjarki Sigurðsson skrifar
Einn af páfuglum Martha Stewart.
Einn af páfuglum Martha Stewart. Instagram/Martha Stewart

Sléttuúlfar brutu sér leið inn að búgarði sjónvarpskonunnar Martha Stewart í dag og átu þar sex af páfuglum hennar. Atvikið átti sér stað um hábjartan dag.

Stewart er mikill dýravinur og á heilan helling af gæludýrum sem hún geymir á búgarði sínum í New York-ríki. Þar á meðal eru rúmlega tuttugu páfuglar.

Sex af páfuglum hennar voru drepnir og étnir af sléttuúlfum í gær. Stewart var sjálf ekki heima þegar sléttuúlfarnir mættu samkvæmt færslu á Instagram-síðu hennar. Hún leitar nú lausna til að halda sléttuúlfum frá búgarði sínum.

„Við ætlum ekki lengur að hleypa páfuglunum úr garðinum sínum, við ætlum að loka fyrir garðinn ofan frá með girðingu og fleira,“ segir Stewart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×