Henderson enn með forystu en spennan eykst Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 15:30 Henderson skráði sig í sögubækurnar með fyrstu tveimur hringjunum en munurinn á toppnum er þó aðeins tvö högg. Stuart Franklin/Getty Images Hin kanadíska Brooke Henderson er enn í forystu á Evian-risamótinu í golfi sem fram fer í Frakklandi. Þriðji hringur LPGA-mótsins var leikinn í dag en forysta Henderson er höggi minni en eftir daginn í gær. Henderson var höggi frá forystunni eftir fyrsta hringinn á fimmtudag en var efst eftir annan hringinn í gær, þar sem hún lék á 64 höggum, sjö undir pari vallar, rétt eins og hún gerði fyrsta daginn. Hún varð með því sú fyrsta í sögunni til að leika fyrstu tvo hringi LPGA-móts á 64 höggum eða minna. SO CLOSE! @thesophiagolf with a near ACE on 16! pic.twitter.com/cz4yBYS49O— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hún fékk skolla á fyrstu braut í dag en svaraði vel fyrir það með fjórum fuglum á næstu tólf holum. Aðrar brautir fór hún á pari og lék því á þremur höggum undir pari og er á 17 undir parinu í heildina. Hin suður-kóreska So Yeon Ryu er önnur á mótinu á 15 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Henderson, eftir að hafa leikið hring dagsins á sex undir pari. Aðeins tveimur höggum munar því á þeim fyrir lokadaginn. Þriðja er hin bandaríska Sophia Schubert á 13 undir pari. Carlota Ciganda frá Spáni og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu er þá á 12 undir pari í fjórða sætinu en fimm kylfingar eru höggi á eftir þeim, jafnar í því sjötta. .@1soyeonryu is closing in.After her 7th birdie of the day, she moves within three of the lead! pic.twitter.com/kq8eBU9nDw— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hin svissneska Albane Valenzuela lék kvenna best á hringnum í dag er hún fór hringinn á sjö höggum undir pari vallar. Með þeim árangri fór hún upp um 39 sæti, í það ellefta, hvar hún er jöfn Lydiu Ko frá Ástralíu á tíu undir pari. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun og hefst bein útsending frá honum á Stöð 2 Golf klukkan 9:30 í fyrramálið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Henderson var höggi frá forystunni eftir fyrsta hringinn á fimmtudag en var efst eftir annan hringinn í gær, þar sem hún lék á 64 höggum, sjö undir pari vallar, rétt eins og hún gerði fyrsta daginn. Hún varð með því sú fyrsta í sögunni til að leika fyrstu tvo hringi LPGA-móts á 64 höggum eða minna. SO CLOSE! @thesophiagolf with a near ACE on 16! pic.twitter.com/cz4yBYS49O— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hún fékk skolla á fyrstu braut í dag en svaraði vel fyrir það með fjórum fuglum á næstu tólf holum. Aðrar brautir fór hún á pari og lék því á þremur höggum undir pari og er á 17 undir parinu í heildina. Hin suður-kóreska So Yeon Ryu er önnur á mótinu á 15 höggum undir pari, fjórum höggum á eftir Henderson, eftir að hafa leikið hring dagsins á sex undir pari. Aðeins tveimur höggum munar því á þeim fyrir lokadaginn. Þriðja er hin bandaríska Sophia Schubert á 13 undir pari. Carlota Ciganda frá Spáni og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu er þá á 12 undir pari í fjórða sætinu en fimm kylfingar eru höggi á eftir þeim, jafnar í því sjötta. .@1soyeonryu is closing in.After her 7th birdie of the day, she moves within three of the lead! pic.twitter.com/kq8eBU9nDw— LPGA (@LPGA) July 23, 2022 Hin svissneska Albane Valenzuela lék kvenna best á hringnum í dag er hún fór hringinn á sjö höggum undir pari vallar. Með þeim árangri fór hún upp um 39 sæti, í það ellefta, hvar hún er jöfn Lydiu Ko frá Ástralíu á tíu undir pari. Lokahringur mótsins verður leikinn á morgun og hefst bein útsending frá honum á Stöð 2 Golf klukkan 9:30 í fyrramálið. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira