Tveir svissneskir menn sátu við borð fyrir utan veitingastaðinn og spjölluðu þegar karlmaður gekk að þeim og miðar byssu að haus annars mannsins. Hann greip úrið hans og gekk í burtu.
Sjö mínútum seinna kom annar maður, líklegast félagi þjófsins, til baka og baðst afsökunar. Hann skilaði úrinu og gekk aftur í burtu. Í samtali við CNN segir Antonio Visconti, eigandi veitingastaðarins, ástæðuna vera að úrið var eftirlíking og því ekki neins virði.
„Hann kom með það til baka og sagði: „Afsakið, afsakið,“ líklegast til að koma í veg fyrir að fórnarlömbin tilkynntu þjófnaðinn,“ segir Visconti.
Mennirnir höfðu talið að úrið væri ekta Richard Mille-úr og fjörutíu milljón króna virði.
Atvikið náðist á myndband sem má sjá hér fyrir neðan.
Rapina ad un turista svizzero ad un caffè di Piazza Trieste e Trento: pistola alla testa per portargli via l orologio e poi glielo riconsegnano perché vale poco. La denuncia dei titolari del locale:"Tutto questo in centro città. Serve un presidio costante delle forze dell'ordine pic.twitter.com/aKRU1yKg39
— Francesco Borrelli (@NotizieFrance) July 19, 2022