Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2022 16:49 Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, býður Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, velkominn til starfa. Rangárþing ytra Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins. Starf sveitarstjóra Rangárþings ytra var auglýst og bárust 25 umsóknir, þar af voru fimm dregnar til baka, en Hagvangur sá um ráðningarferlið í samráði við fullskipað byggðarráð. Þann 11. júlí tilkynnti sveitarfélagið svo ráðningu Jóns G. Valgeirssonar sem sveitarstjóra. Jón er menntaður lögfræðingur en hefur þar að auki töluverða reynslu af stjórnsýslu sveitarfélaga eftir að hafa verið sveitarstjóri Hrunamannahrepps undanfarin fimmtán ár og stýrt fjölda verkefna á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Nú á mánudag samþykkti Byggðarráð samhljóða ráðningarsamning við Jón en í fundargerð kemur fram að hann hefji störf 15. ágúst næstkomandi. Farsími, spjaldtölva og fartölva frá sveitarfélaginu Í ráðningarsamningi Jóns kemur fram að um sé að ræða fullt starf með hundrað prósent starfshlutfall og segir að sveitarstjóra sé „skylt að vinna þá yfirvinnu sem þörf krefur, hvort sem er utan dagvinnutíma virka daga eða um helgar.“ Föst heildarlaun Jóns G. Valgeirssonar eru 1,7 milljón króna í mánaðarlaun en þau eru reiknuð út frá launavísitölu. Launin taki breytingum á sex mánaða fresti miðað við vísitölubreytingar. Áður en Jón tók við sem sveitastjóri Rangárþings ytra var hann sveitarstjóri Hrunamannahrepps í fimmtán ár. Hér er hann með Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps, árið 2018.Vísir/Magnús Hlynur Þá segir í samningnum að ekki sé greidd sérstök yfirvinna ef sveitarstjóri þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna enda teljist það hluti af vinnu hans. Sérstakur ökutækjastyrkur er ekki nefndur í samningnum en þar segir að akstur sveitarstjóra sé greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Þá fær sveitarstjóri einnig „til eignar farsíma, spjaldtölvu og fartölvu á kostnað sveitarfélagsins og greiðir sveitarfélagið kostnað við farsímanotkun.“ Undir liðnum „Önnur störf og ákvæði“ segir að sveitarstjóri skuli hafa fasta búsetu og lögheimil í Rangárþingi ytra á ráðningartíma enda „finnist fullnægjandi húsnæði fyrir sveitarstjóra og fjölskyldu hans.“ Stjórnsýsla Rangárþing ytra Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Starf sveitarstjóra Rangárþings ytra var auglýst og bárust 25 umsóknir, þar af voru fimm dregnar til baka, en Hagvangur sá um ráðningarferlið í samráði við fullskipað byggðarráð. Þann 11. júlí tilkynnti sveitarfélagið svo ráðningu Jóns G. Valgeirssonar sem sveitarstjóra. Jón er menntaður lögfræðingur en hefur þar að auki töluverða reynslu af stjórnsýslu sveitarfélaga eftir að hafa verið sveitarstjóri Hrunamannahrepps undanfarin fimmtán ár og stýrt fjölda verkefna á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Nú á mánudag samþykkti Byggðarráð samhljóða ráðningarsamning við Jón en í fundargerð kemur fram að hann hefji störf 15. ágúst næstkomandi. Farsími, spjaldtölva og fartölva frá sveitarfélaginu Í ráðningarsamningi Jóns kemur fram að um sé að ræða fullt starf með hundrað prósent starfshlutfall og segir að sveitarstjóra sé „skylt að vinna þá yfirvinnu sem þörf krefur, hvort sem er utan dagvinnutíma virka daga eða um helgar.“ Föst heildarlaun Jóns G. Valgeirssonar eru 1,7 milljón króna í mánaðarlaun en þau eru reiknuð út frá launavísitölu. Launin taki breytingum á sex mánaða fresti miðað við vísitölubreytingar. Áður en Jón tók við sem sveitastjóri Rangárþings ytra var hann sveitarstjóri Hrunamannahrepps í fimmtán ár. Hér er hann með Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps, árið 2018.Vísir/Magnús Hlynur Þá segir í samningnum að ekki sé greidd sérstök yfirvinna ef sveitarstjóri þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna enda teljist það hluti af vinnu hans. Sérstakur ökutækjastyrkur er ekki nefndur í samningnum en þar segir að akstur sveitarstjóra sé greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Þá fær sveitarstjóri einnig „til eignar farsíma, spjaldtölvu og fartölvu á kostnað sveitarfélagsins og greiðir sveitarfélagið kostnað við farsímanotkun.“ Undir liðnum „Önnur störf og ákvæði“ segir að sveitarstjóri skuli hafa fasta búsetu og lögheimil í Rangárþingi ytra á ráðningartíma enda „finnist fullnægjandi húsnæði fyrir sveitarstjóra og fjölskyldu hans.“
Stjórnsýsla Rangárþing ytra Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira