Brighton vill átta milljarða fyrir Cucurella Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 08:31 Hinn hárprúði Mark Cucurella gæti orðið leikmaður Manchester City. Þó aðeins en Brighton & Hove Albion lækkar verðmiðann. Gareth Fuller/Getty Images Pep Guardiola þarf að borga 50 milljónir punda eða rúmlega átta milljarða íslenskra króna til að fá Marc Cucurella, bakvörð Brighton & Hove Albion, í sínar raðir. Englandsmeistarar Manchester City eru enn á ný í leit að nýjum bakverði. Oleksandr Zinchenko er farinn til Arsenal og Benjamin Mendy er í fangelsi og mun líklega aldrei spila knattspyrnu aftur sem atvinnumaður. Guardiola vantar því nýjan bakvörð í annars ágæta bakvarðarsveit sína. Hann horfir hýru auga til landa síns Cucurella sem gekk í raðir Brighton á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Cucurella lék með Barcelona á sínum yngri árum og hefur heillað með spilamennsku sinni á Englandi. Cucurella kostaði Brighton rúmlega 17 milljónir punda en félagið hefur lítinn áhuga á að láta hann fara nema það fái vel borgað. Manchester City bauð 30 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði hefur einfaldlega verið hafnað. Brighton vill 50 milljónir punda og ekki krónu minna. Hann yrði ekki fyrsti 50 milljón punda bakvörður City-liðsins en Kyle Walker og áðurnefndur Mendy kostuðu einnig 50 milljónir eða meira á sínum tíma. Brighton turn down Man City offer for Marc Cucurella. Bid ~£30m well below #BHAFC ~£50m valuation & flatly rejected. Talks at early stage + set to continue but #MCFC minded to walk away unless price lowered. By @polballus @AndyNaylorBHAFC @TheAthleticUK https://t.co/xowsAEptqT— David Ornstein (@David_Ornstein) July 21, 2022 David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greinir frá því að Man City sé ekki tilbúið að borga uppsett verð og muni snúa sér að öðrum skotmörkum neiti Brighton að lækka verðið á leikmanninum. Man City er ríkjandi Englandsmeistari á meðan Brighton endaði í 9. sæti á síðustu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City eru enn á ný í leit að nýjum bakverði. Oleksandr Zinchenko er farinn til Arsenal og Benjamin Mendy er í fangelsi og mun líklega aldrei spila knattspyrnu aftur sem atvinnumaður. Guardiola vantar því nýjan bakvörð í annars ágæta bakvarðarsveit sína. Hann horfir hýru auga til landa síns Cucurella sem gekk í raðir Brighton á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Cucurella lék með Barcelona á sínum yngri árum og hefur heillað með spilamennsku sinni á Englandi. Cucurella kostaði Brighton rúmlega 17 milljónir punda en félagið hefur lítinn áhuga á að láta hann fara nema það fái vel borgað. Manchester City bauð 30 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði hefur einfaldlega verið hafnað. Brighton vill 50 milljónir punda og ekki krónu minna. Hann yrði ekki fyrsti 50 milljón punda bakvörður City-liðsins en Kyle Walker og áðurnefndur Mendy kostuðu einnig 50 milljónir eða meira á sínum tíma. Brighton turn down Man City offer for Marc Cucurella. Bid ~£30m well below #BHAFC ~£50m valuation & flatly rejected. Talks at early stage + set to continue but #MCFC minded to walk away unless price lowered. By @polballus @AndyNaylorBHAFC @TheAthleticUK https://t.co/xowsAEptqT— David Ornstein (@David_Ornstein) July 21, 2022 David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greinir frá því að Man City sé ekki tilbúið að borga uppsett verð og muni snúa sér að öðrum skotmörkum neiti Brighton að lækka verðið á leikmanninum. Man City er ríkjandi Englandsmeistari á meðan Brighton endaði í 9. sæti á síðustu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira