Ökumaðurinn talinn hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 06:31 Bílarnir tveir eru mikið tjónaðir. Vísir/Vésteinn Einn var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa valdið hörðum árekstri tveggja bifreiða á Arnarnesbrú. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hafa ekki hagað akstri eftir aðstæðum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist í árekstrinum ásamt tveimur sonum sínum, sem voru farþegar. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem er óvenjulöng miðað við miðvikudagskvöld. Bátur strandaði við Álftanes Lítil trilla undir sex metrum á lengd strandaði við Álftanes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Ekki var talið að hætta væri á ferð en björgunarsveitir voru samt sem áður kallaðar út og mættu með bátaflokk. Þeim tókst að losa bátinn og koma að bryggju um einni og hálfri klukkustund síðar. Þá var tilkynnt um slys í undirgöngum í Garðabæ rétt upp úr klukkan 17 en þar höfðu vespa og reiðhjól skollið saman. Hjólreiðamaðurinn var sextugur karlmaður og slasaðist hann lítillega á fæti. Tveir fimmtán ára drengir voru á vespunni og sluppu þeir ómeiddir. Lögregla ræddi við foreldra þeirra. Sautján ára á 156 kílómetra hraða Rétt upp úr klukkan 2 í nótt var sautján ára ökumaður stöðvaður á Kringlumýrarbraut eftir að hafa mælst á 156 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Pilturinn vildi ekki tjá sig um sakarefnið og var þ´vi færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Forráðamaður hans sótti hann á lögreglustöðina. Töluvert var um umferðalagabrot í gærkvöldi og í nótt. Þannig var annar ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá ók Kringlumýrarbraut á 114 kílómetra hraða á klukkustund. Alls voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um fólk að að nota fíkniefni í kyrrstæðri bifreið í Hafnarfirði upp úr klukkan 9 í gærkvöldi. Á vettvangi voru fimm ungir menn sem viðurkenndu neyslu fíkniefna en þeir höfðu klárað öll efni áður en lögreglu bar að garði. Ungu mennirnir voru allir eldri en átján ára. Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist í árekstrinum ásamt tveimur sonum sínum, sem voru farþegar. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem er óvenjulöng miðað við miðvikudagskvöld. Bátur strandaði við Álftanes Lítil trilla undir sex metrum á lengd strandaði við Álftanes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Ekki var talið að hætta væri á ferð en björgunarsveitir voru samt sem áður kallaðar út og mættu með bátaflokk. Þeim tókst að losa bátinn og koma að bryggju um einni og hálfri klukkustund síðar. Þá var tilkynnt um slys í undirgöngum í Garðabæ rétt upp úr klukkan 17 en þar höfðu vespa og reiðhjól skollið saman. Hjólreiðamaðurinn var sextugur karlmaður og slasaðist hann lítillega á fæti. Tveir fimmtán ára drengir voru á vespunni og sluppu þeir ómeiddir. Lögregla ræddi við foreldra þeirra. Sautján ára á 156 kílómetra hraða Rétt upp úr klukkan 2 í nótt var sautján ára ökumaður stöðvaður á Kringlumýrarbraut eftir að hafa mælst á 156 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Pilturinn vildi ekki tjá sig um sakarefnið og var þ´vi færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Forráðamaður hans sótti hann á lögreglustöðina. Töluvert var um umferðalagabrot í gærkvöldi og í nótt. Þannig var annar ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá ók Kringlumýrarbraut á 114 kílómetra hraða á klukkustund. Alls voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um fólk að að nota fíkniefni í kyrrstæðri bifreið í Hafnarfirði upp úr klukkan 9 í gærkvöldi. Á vettvangi voru fimm ungir menn sem viðurkenndu neyslu fíkniefna en þeir höfðu klárað öll efni áður en lögreglu bar að garði. Ungu mennirnir voru allir eldri en átján ára.
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05