Reyna lítið að sporna við ólöglegu skógarhöggi Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2022 16:50 Loftmynd af ólöglegu skógahöggi í Brasilíu. EPA/Alberto Cezar Araujo Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikið ólöglegt skógarhögg í Brasilíu á undanförnum árum, hafa yfirvöld lítið gert til að reyna að sporna við því. Á undanförnum sex árum eru glæpamenn sagðir hafa fellt tré á svæði sem samsvarar öllu El Salvador. Þrátt fyrir það hefur Alríkislögregla Brasilíu einungis sjö sinnum ráðist til atlögu gegn glæpamönnum sem stunda ólöglegt skógarhögg. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar brasilískar hugveitu sem AP fréttaveitan vitnaði í í dag. Hugveitan skoðaði 302 atlögur Alríkislögreglunnar milli 2016 og 2021 sem tengdust umhverfismálum. Einungis tvö prósent þeirra atlaga sneru að ólöglegu skógarhöggi. Skógareyðing hefur aukist til muna í stjórnartíð Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, en hann hefur veikt umhverfisreglugerðir og ýtt undir landbúnað og námuvinnslu í Amasonfrumskóginum. Árið 2016 var skóglendi á um 2.240 ferkílómetrum eytt. Í fyrra hafði þessi tala næstum því tvöfaldast. Nærri því helmingur Amasonskógarins er skilgreindur sem verndarsvæði en Bolsonaro hefur ítrekað sagt of stóran hluta skógarins verndaðan. Af þeim hluta Amasonskógarins sem er innan landamæra Brasilíu eru um 580 þúsund ferkílómetrar ekki skilgreindir sem verndarsvæði eða nýtingasvæði. Þau svæði eru vinsæl skotmörk glæpamanna sem leggja ólöglega hald á land og stunda þar skógarhögg eða námuvinnslu. Hugveitan sem framkvæmdi rannsóknina segir þessi svæði njóta lítillar lagalegrar verndar en náttúruverndarsinnar hafa lengi kallaði eftir aðgerðum til að bæta þar úr. Brasilía Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. 20. júní 2022 08:27 Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. 13. júní 2022 14:31 Bolsonaro fetar slóðir Trumps Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið. 13. júní 2022 13:58 Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. 8. júní 2022 13:27 Umhverfisráðherrann skotinn til bana á skrifstofunni af æskufélaga Ráðherra umhverfis- og auðlindamála í Dóminíska lýðveldinu var skotinn til bana á skrifstofunni sinni af nánum vini sínum í gær. 7. júní 2022 08:01 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Þrátt fyrir það hefur Alríkislögregla Brasilíu einungis sjö sinnum ráðist til atlögu gegn glæpamönnum sem stunda ólöglegt skógarhögg. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar brasilískar hugveitu sem AP fréttaveitan vitnaði í í dag. Hugveitan skoðaði 302 atlögur Alríkislögreglunnar milli 2016 og 2021 sem tengdust umhverfismálum. Einungis tvö prósent þeirra atlaga sneru að ólöglegu skógarhöggi. Skógareyðing hefur aukist til muna í stjórnartíð Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, en hann hefur veikt umhverfisreglugerðir og ýtt undir landbúnað og námuvinnslu í Amasonfrumskóginum. Árið 2016 var skóglendi á um 2.240 ferkílómetrum eytt. Í fyrra hafði þessi tala næstum því tvöfaldast. Nærri því helmingur Amasonskógarins er skilgreindur sem verndarsvæði en Bolsonaro hefur ítrekað sagt of stóran hluta skógarins verndaðan. Af þeim hluta Amasonskógarins sem er innan landamæra Brasilíu eru um 580 þúsund ferkílómetrar ekki skilgreindir sem verndarsvæði eða nýtingasvæði. Þau svæði eru vinsæl skotmörk glæpamanna sem leggja ólöglega hald á land og stunda þar skógarhögg eða námuvinnslu. Hugveitan sem framkvæmdi rannsóknina segir þessi svæði njóta lítillar lagalegrar verndar en náttúruverndarsinnar hafa lengi kallaði eftir aðgerðum til að bæta þar úr.
Brasilía Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. 20. júní 2022 08:27 Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. 13. júní 2022 14:31 Bolsonaro fetar slóðir Trumps Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið. 13. júní 2022 13:58 Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. 8. júní 2022 13:27 Umhverfisráðherrann skotinn til bana á skrifstofunni af æskufélaga Ráðherra umhverfis- og auðlindamála í Dóminíska lýðveldinu var skotinn til bana á skrifstofunni sinni af nánum vini sínum í gær. 7. júní 2022 08:01 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. 20. júní 2022 08:27
Volkswagen sótt til saka fyrir þrælahald í Brasilíu Stjórnvöld í Brasilíu hafa gefið út ákæru á hendur þýska bílaframleiðandandum Volkswagen fyrir að hafa um langt árabil haldið fólki í þrælkun á stórum búgarði sem fyrirtækið átti og rak í Brasilíu. Þeir sem reyndu að flýja þrælkunina voru oft og iðulega drepnir. 13. júní 2022 14:31
Bolsonaro fetar slóðir Trumps Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið. 13. júní 2022 13:58
Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. 8. júní 2022 13:27
Umhverfisráðherrann skotinn til bana á skrifstofunni af æskufélaga Ráðherra umhverfis- og auðlindamála í Dóminíska lýðveldinu var skotinn til bana á skrifstofunni sinni af nánum vini sínum í gær. 7. júní 2022 08:01