Stenson gengur til liðs við LIV og verður ekki fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2022 13:46 Henrik Stenson verður ekki fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum. Stuart Franklin/R&A/R&A via Getty Images Sænski golfarinn Henrik Stenson hefur misst stöðu sína sem fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum. Búist er við því að Stenson gangi til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina í golfi á næstu dögum. Stenson tók við stöðu fyrirliða evrópska liðsins í mars á þessu ári af Padraig Harrington. Svíinn hefur sex sinnum tekið þátt í Ryder-bikarnum, en hann var varafyrirliði liðsins í fyrra. Þessi 46 ára kylfingur hafði verið orðaður við LIV-mótaröðina áður en hann tók við stöðu fyrirliða. Hann sagði þó á blaðamannafundi á sínum tíma að hann væri skuldbundinn fyrirliðastöðunni og evrópska liðinu. Sögusagnir um það að Stenson myndi ganga til liðs við LIV-mótaröðina fóru þó aftur á flug eftir að kylfingurinn komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska mótinu sem fram fór um helgina. Eftir að ljóst var að hann hefði ekki komist í gegnum niðurskurðinn sagði Stenson að hann væri enn að íhuga framtíðina. BREAKING: Former Open Champion Henrik Stenson stripped of Team Europe Ryder Cup captaincy and expected to join LIV Golf series. pic.twitter.com/aHWZHFiCKV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 20, 2022 Evrópska Ryder-liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint er frá því að Stenson muni ekki gegna stöðu fyrirliða. „Við getum staðfest það að tími Henrik Stenson verður ekki fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum á Marco Simone Golf and Country Club í Róm, Ítalíu, frá 25. september til 1. október 2023,“ sagði í tilkynningu liðsins. „Í ljósi þeirra ákvarðana sem Henrik tók varðandi sínar persónulegu kringumstæður hefur okkur verið gert ljóst að hann mun ekki geta uppfyllt þær skuldbindingar sem samningur hans við evrópska Ryder-liðið kveður á um. Því er ómögulegt fyrir hann að halda stöðu sinni sem fyrirliði.“ „Nýr fyrirliði evrópska liðsins verður kynntur þegar að því kemur. Evrópska liðið mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr.“ A statement from Ryder Cup Europe.— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) July 20, 2022 Golf LIV-mótaröðin Ryder-bikarinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Stenson tók við stöðu fyrirliða evrópska liðsins í mars á þessu ári af Padraig Harrington. Svíinn hefur sex sinnum tekið þátt í Ryder-bikarnum, en hann var varafyrirliði liðsins í fyrra. Þessi 46 ára kylfingur hafði verið orðaður við LIV-mótaröðina áður en hann tók við stöðu fyrirliða. Hann sagði þó á blaðamannafundi á sínum tíma að hann væri skuldbundinn fyrirliðastöðunni og evrópska liðinu. Sögusagnir um það að Stenson myndi ganga til liðs við LIV-mótaröðina fóru þó aftur á flug eftir að kylfingurinn komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska mótinu sem fram fór um helgina. Eftir að ljóst var að hann hefði ekki komist í gegnum niðurskurðinn sagði Stenson að hann væri enn að íhuga framtíðina. BREAKING: Former Open Champion Henrik Stenson stripped of Team Europe Ryder Cup captaincy and expected to join LIV Golf series. pic.twitter.com/aHWZHFiCKV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 20, 2022 Evrópska Ryder-liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint er frá því að Stenson muni ekki gegna stöðu fyrirliða. „Við getum staðfest það að tími Henrik Stenson verður ekki fyrirliði evrópska liðsins í Ryder-bikarnum á Marco Simone Golf and Country Club í Róm, Ítalíu, frá 25. september til 1. október 2023,“ sagði í tilkynningu liðsins. „Í ljósi þeirra ákvarðana sem Henrik tók varðandi sínar persónulegu kringumstæður hefur okkur verið gert ljóst að hann mun ekki geta uppfyllt þær skuldbindingar sem samningur hans við evrópska Ryder-liðið kveður á um. Því er ómögulegt fyrir hann að halda stöðu sinni sem fyrirliði.“ „Nýr fyrirliði evrópska liðsins verður kynntur þegar að því kemur. Evrópska liðið mun ekki tjá sig frekar um málið fyrr.“ A statement from Ryder Cup Europe.— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) July 20, 2022
Golf LIV-mótaröðin Ryder-bikarinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira