Segir gleraugun ekki keypt á AliExpress Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júlí 2022 11:17 Lína með gleraugu Moxen og skjáskot af vefsíðu AliExpress af svipuðum gleraugum. Skjáskot/Vísir Lína Birgitta Sigurðardóttir þvertekur fyrir það að gleraugun í línu hennar og Guðmundar Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi kíró, séu pöntuð af AliExpress. Hún viðurkennir þó að gleraugun sem eru þar til sölu séu ansi lík þeirra gleraugum. Í gær birtist færsla á Twitter með skjáskotum af gleraugum úr nýrri sólgleraugnalínu Línu og Gumma, sem ber heitið Moxen Eyewear, og myndum af sólgleraugum sem eru til sölu á vefsíðunni AliExpress. Gleraugun eru ansi lík, ef ekki bara alveg eins. Önnur gleraugun á vefsíðu AliExpress kosta 1.606 krónur með sendingarkostnaði, og hin gleraugun einungis ellefu krónur með sendingarkostnaði. Nei, ég trúi þessu ekki. Þau hjá Ali bara búin að stela hönnun Línu Birgittu og Gumma kíró. pic.twitter.com/xshdxqZOTB— Grétar Þór (@gretarsigurds) July 19, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Lína Birgitta að gleraugu Moxen séu ekki pöntuð á Ali. Hún segir að þau panti gleraugun frá stórum framleiðanda í Kína sem framleiðir fyrir þekktar verslanir um allan heim. „Ég er búin að vera í viðskiptum í níu ár og maður er búinn að heyra svo oft eitthvað sem tengist AliExpress þegar einhver er að byrja með eitthvað. Maður er orðinn svo ónæmur. Ég væri ekki að fara að panta eitthvað af AliExpress,“ segir Lína. Senda hugmyndir á framleiðandann Hún segir að hún og Gummi velji stíla, ramma og linsur fyrir gleraugun sem þeim finnst passa Moxen-línunni. „Svo fylgjumst við með götutískunni og erum alltaf að skoða myndir af fólki sem við vistum og sendum á framleiðandann. Svo fáum við mismunandi „catalogues“ frá framleiðandanum sem hann er að framleiða nú þegar og þá getum við valið tegundir sem láta okkur hugsa: „Ú, þetta er Moxen“,“ segir Lína. View this post on Instagram A post shared by moxen eyewear (@moxeneyewear) Hún viðurkennir þó að gleraugun á Ali séu ansi lík gleraugunum í Moxen-línunni. Það sé þó hægt að kaupa eftirlíkingar af öllu á AliExpress. „Þetta eru bara týpur sem eru ógeðslega vinsælar. Ég votta hundrað prósent fyrir það, ég myndi ekki panta af AliExpress. Mér finnst svo leiðinlegt að ég þurfi að fara að verja mig fyrir það.“ Tíska og hönnun Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira
Í gær birtist færsla á Twitter með skjáskotum af gleraugum úr nýrri sólgleraugnalínu Línu og Gumma, sem ber heitið Moxen Eyewear, og myndum af sólgleraugum sem eru til sölu á vefsíðunni AliExpress. Gleraugun eru ansi lík, ef ekki bara alveg eins. Önnur gleraugun á vefsíðu AliExpress kosta 1.606 krónur með sendingarkostnaði, og hin gleraugun einungis ellefu krónur með sendingarkostnaði. Nei, ég trúi þessu ekki. Þau hjá Ali bara búin að stela hönnun Línu Birgittu og Gumma kíró. pic.twitter.com/xshdxqZOTB— Grétar Þór (@gretarsigurds) July 19, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Lína Birgitta að gleraugu Moxen séu ekki pöntuð á Ali. Hún segir að þau panti gleraugun frá stórum framleiðanda í Kína sem framleiðir fyrir þekktar verslanir um allan heim. „Ég er búin að vera í viðskiptum í níu ár og maður er búinn að heyra svo oft eitthvað sem tengist AliExpress þegar einhver er að byrja með eitthvað. Maður er orðinn svo ónæmur. Ég væri ekki að fara að panta eitthvað af AliExpress,“ segir Lína. Senda hugmyndir á framleiðandann Hún segir að hún og Gummi velji stíla, ramma og linsur fyrir gleraugun sem þeim finnst passa Moxen-línunni. „Svo fylgjumst við með götutískunni og erum alltaf að skoða myndir af fólki sem við vistum og sendum á framleiðandann. Svo fáum við mismunandi „catalogues“ frá framleiðandanum sem hann er að framleiða nú þegar og þá getum við valið tegundir sem láta okkur hugsa: „Ú, þetta er Moxen“,“ segir Lína. View this post on Instagram A post shared by moxen eyewear (@moxeneyewear) Hún viðurkennir þó að gleraugun á Ali séu ansi lík gleraugunum í Moxen-línunni. Það sé þó hægt að kaupa eftirlíkingar af öllu á AliExpress. „Þetta eru bara týpur sem eru ógeðslega vinsælar. Ég votta hundrað prósent fyrir það, ég myndi ekki panta af AliExpress. Mér finnst svo leiðinlegt að ég þurfi að fara að verja mig fyrir það.“
Tíska og hönnun Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira