Enn óvíst hvort þjálfari Englands fær að vera á stórleiknum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 09:31 Sarina Wiegman vonast til að geta glaðst með leikmönnum í kvöld með sigri á Spánverjum, laus úr einangrun. Getty/Catherine Ivill Átta liða úrslitin á EM kvenna í fótbolta hefjast í kvöld og það með stórleik því heimakonur í Englandi mæta þá Spánverjum í Brighton. Enn ríkir óvissa um það hvort að Sarina Wiegman, hinn hollenski þjálfari enska landsliðsins, fær að stýra liðinu af hliðarlínunni í kvöld eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. Wiegman missti af sigrinum gegn Norður-Írlandi á föstudaginn en BBC hefur eftir henni að hún sé núna orðin hress og vonist til að ná leiknum í kvöld. „Já, ég er auðvitað vongóð en við verðum að sjá til. Mér líður vel en við verðum samt að bíða. Við vitum líka að ef ég get ekki verið þarna þá verð ég samt með þeim á annan hátt,“ sagði Wiegman. Hún hefur verið í samskiptum við starfslið sitt í gegnum síma og tölvu, og hefur fylgst með æfingum úr fjarlægð með grímu fyrir vitum sínum. Aðstoðarþjálfarinn Arjan Veurink stýrði enska liðinu gegn Norður-Írlandi. „Við vorum í sambandi allan tímann,“ sagði Wiegman og bætti við: „Ég horfði auðvitað á leikinn og við vorum tengd allan tímann svo að ef þess þarf aftur þá gerum við þetta þannig. Það er nóg af svæði á hótelinu fyrir mig svo ég hef getað fengið ferskt loft, farið í göngutúra og fundað með starfsliðinu. Það er samt auðvitað mikið betra að geta gert það saman og ekki í gegnum fjarfundabúnað,“ sagði Wiegman en fjarvera hennar í síðasta leik virtist ekki hafa mikil áhrif. Wiegman segir enska hópinn undirbúinn fyrir allt, þar á meðal kórónuveirusmit. Í gærmorgun greindist markvörðurinn Hannah Hampton með smit og áður hafði varnarmaðurinn Lotte Wubben-Moy misst af 8-0 sigrinum gegn Noregi vegna smits. Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá fleiri liðum en stærstur var skellurinn fyrir Hollendinga sem misstu út markamaskínuna Vivianne Miedema í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar vegna smits. Holland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á laugardag. Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19 EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira
Enn ríkir óvissa um það hvort að Sarina Wiegman, hinn hollenski þjálfari enska landsliðsins, fær að stýra liðinu af hliðarlínunni í kvöld eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. Wiegman missti af sigrinum gegn Norður-Írlandi á föstudaginn en BBC hefur eftir henni að hún sé núna orðin hress og vonist til að ná leiknum í kvöld. „Já, ég er auðvitað vongóð en við verðum að sjá til. Mér líður vel en við verðum samt að bíða. Við vitum líka að ef ég get ekki verið þarna þá verð ég samt með þeim á annan hátt,“ sagði Wiegman. Hún hefur verið í samskiptum við starfslið sitt í gegnum síma og tölvu, og hefur fylgst með æfingum úr fjarlægð með grímu fyrir vitum sínum. Aðstoðarþjálfarinn Arjan Veurink stýrði enska liðinu gegn Norður-Írlandi. „Við vorum í sambandi allan tímann,“ sagði Wiegman og bætti við: „Ég horfði auðvitað á leikinn og við vorum tengd allan tímann svo að ef þess þarf aftur þá gerum við þetta þannig. Það er nóg af svæði á hótelinu fyrir mig svo ég hef getað fengið ferskt loft, farið í göngutúra og fundað með starfsliðinu. Það er samt auðvitað mikið betra að geta gert það saman og ekki í gegnum fjarfundabúnað,“ sagði Wiegman en fjarvera hennar í síðasta leik virtist ekki hafa mikil áhrif. Wiegman segir enska hópinn undirbúinn fyrir allt, þar á meðal kórónuveirusmit. Í gærmorgun greindist markvörðurinn Hannah Hampton með smit og áður hafði varnarmaðurinn Lotte Wubben-Moy misst af 8-0 sigrinum gegn Noregi vegna smits. Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá fleiri liðum en stærstur var skellurinn fyrir Hollendinga sem misstu út markamaskínuna Vivianne Miedema í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar vegna smits. Holland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á laugardag. Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19
Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira