Lærisveini Vésteins velt af Ståhlli Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:30 Kristjan Ceh átti bestu frammistöðu lífs síns í Eugene í Oregon í nótt. Getty/Ezra Shaw Það var mikið um óvænt úrslit á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum í nótt og sigurstranglegir ólympíumeistarar þurftu að horfa á eftir gullverðlaunum. Þar á meðal var sænski kringlukastarinn og nýi Íslandsvinurinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar. Ståhl hefur verið fremsti kringlukastari heims síðustu ár og varð ólympíumeistari í Tókýó í fyrra og heimsmeistari árið 2019. Í nótt náði Ståhl hins vegar ekki verðlaunasæti því 67,10 metra kast hans dugði aðeins til 4. sætis. Simon Pettersson, sem líkt og Ståhl heimsótti Ísland í lok maí og keppti á móti á Selfossi, varð í 5. sæti með 67 metra kast eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slóveninn Kristjan Ceh varð heimsmeistari með 71,13 metra kasti, sem er mótsmet, og Litháen átti bæði silfur- og bronsverðlaunahafa því Mykolas Alekna varð í 2. sæti með 69,27 metra kasti og Andrius Gudzius í 3. sæti með 67,55 metra kasti. Alekna er sonur goðsagnarinnar Virgilijus Alekna sem vann meðal annars tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Norsku ólympíumeistararnir misstu af gulli Norski ólympíumeistarinn Jakob Ingebrigtsen náði sömuleiðis ekki að landa heimsmeistaratitli í 1.500 metra hlaupi. Bretinn Jake Wightman kom óvænt fyrstur í mark, eftir að hafa lent í 10. sæti í Tókýó í fyrra, á 3 mínútum og 29,23 sekúndum. Ingebrigtsen varð í 2. sæti, 24 sekúndubrotum á eftir Wightman, og Spánverjinn Mohamed Katir tók bronsið. Jake Wightman virtist ekki trúa eigin augum þegar hann kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupinu.Getty/Andy Lyons Annar norskur ólympíumeistari, Karsen Warholm, endaði aðeins í 7. sæti í 400 metra grindahlaupi á 48,42 sekúndum, en hann tognaði í læri á Demantamóti í júní. Hinn brasilíski Alison dos Santos varð heimsmeistari í greininni á 46,29 sekúndum, sem er mótsmet, en Bandaríkjamennirnir Rai Benjmani (46,89) og Trevor Bassitt (47,39) komu næstir á eftir honum. Heimsmeistari á færri tilraunum Í hástökki kvenna varð hin ástralska Eleanor Patterson heimsmeistari eftir hnífjafna keppni því þær Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu fóru báðar yfir 2,02 metra. Patterson fór hins vegar yfir þá hæð í fyrstu tilraun á meðan að Mahuchikh þurfti tvær tilraunir. Elena Vallortigara frá Ítalíu fékk brons eftir að hafa einnig þurft færri tilraunir en Iryna Geraschchenko frá Úkraínu til að fara yfir 2 metra slétta. Eleanor Patterson náði að fara yfir 2,02 metra í fyrstu tilraun og það skilaði henni heimsmeistaratitlinum.Getty/Mustafa Yalcin Frjálsar íþróttir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Sjá meira
Þar á meðal var sænski kringlukastarinn og nýi Íslandsvinurinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar. Ståhl hefur verið fremsti kringlukastari heims síðustu ár og varð ólympíumeistari í Tókýó í fyrra og heimsmeistari árið 2019. Í nótt náði Ståhl hins vegar ekki verðlaunasæti því 67,10 metra kast hans dugði aðeins til 4. sætis. Simon Pettersson, sem líkt og Ståhl heimsótti Ísland í lok maí og keppti á móti á Selfossi, varð í 5. sæti með 67 metra kast eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slóveninn Kristjan Ceh varð heimsmeistari með 71,13 metra kasti, sem er mótsmet, og Litháen átti bæði silfur- og bronsverðlaunahafa því Mykolas Alekna varð í 2. sæti með 69,27 metra kasti og Andrius Gudzius í 3. sæti með 67,55 metra kasti. Alekna er sonur goðsagnarinnar Virgilijus Alekna sem vann meðal annars tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Norsku ólympíumeistararnir misstu af gulli Norski ólympíumeistarinn Jakob Ingebrigtsen náði sömuleiðis ekki að landa heimsmeistaratitli í 1.500 metra hlaupi. Bretinn Jake Wightman kom óvænt fyrstur í mark, eftir að hafa lent í 10. sæti í Tókýó í fyrra, á 3 mínútum og 29,23 sekúndum. Ingebrigtsen varð í 2. sæti, 24 sekúndubrotum á eftir Wightman, og Spánverjinn Mohamed Katir tók bronsið. Jake Wightman virtist ekki trúa eigin augum þegar hann kom fyrstur í mark í 1.500 metra hlaupinu.Getty/Andy Lyons Annar norskur ólympíumeistari, Karsen Warholm, endaði aðeins í 7. sæti í 400 metra grindahlaupi á 48,42 sekúndum, en hann tognaði í læri á Demantamóti í júní. Hinn brasilíski Alison dos Santos varð heimsmeistari í greininni á 46,29 sekúndum, sem er mótsmet, en Bandaríkjamennirnir Rai Benjmani (46,89) og Trevor Bassitt (47,39) komu næstir á eftir honum. Heimsmeistari á færri tilraunum Í hástökki kvenna varð hin ástralska Eleanor Patterson heimsmeistari eftir hnífjafna keppni því þær Yaroslava Mahuchikh frá Úkraínu fóru báðar yfir 2,02 metra. Patterson fór hins vegar yfir þá hæð í fyrstu tilraun á meðan að Mahuchikh þurfti tvær tilraunir. Elena Vallortigara frá Ítalíu fékk brons eftir að hafa einnig þurft færri tilraunir en Iryna Geraschchenko frá Úkraínu til að fara yfir 2 metra slétta. Eleanor Patterson náði að fara yfir 2,02 metra í fyrstu tilraun og það skilaði henni heimsmeistaratitlinum.Getty/Mustafa Yalcin
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Sjá meira