Met féllu í hrönnum þegar söguleg hitabylgja gekk yfir Bretland Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. júlí 2022 22:45 Miklir eldar loguðu í og við Lundúni í dag en slökkviliðsmenn þurftu að hafa sig alla við. AP/Yui Mok Eldar loguðu í Lundúnum í dag í mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir Bretland og fór hitinn þar í fyrsta sinn í sögu landsins yfir 40 gráður. Miklir skógareldar geisa enn víða í suðvestanverðri Evrópu. Framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vonar að hitabylgjan ýti við stjórnmálamönnum. Rauð hita viðvörun hefur verið í gildi á stóru svæði í Bretlandi frá því í gær en í dag fór hitinn hæst í 40,3 gráður í Coningsby. Fyrra met var frá 2019 þegar hitinn fór í 38,7 gráður. Það met féll í mörgum borgum Bretlands í dag, eða á að minnsta kosti 34 stöðum samkvæmt upplýsingum frá bresku veðurstofunni. „Þetta veðurfar er algjörlega fordæmalaust. Við höfum aldrei áður séð slíkar hitatölur í reiknilíkönum okkar,“ sagði Penelope Endersby, forstjóri Veðurstofu Bretlands, í morgun um stöðu mála. Neyðarástandi var lýst yfir í og við Lundúni vegna eldsvoða í gróðri sem náði að læsa sig í íbúðabyggingar. Mikið álag hefur verið á slökkviliðsmönnum í allan dag og hafa yfirvöld biðlað til almennings að forðast það að tendra eld utandyra. Here are the highest temperatures across the country today At least 34 sites have exceeded the UK's previous national record of 38.7°C #heatwave2022 #heatwave pic.twitter.com/QwwfzLWZpc— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Hitabylgjan hefur fært sig norður á bóginn eftir að hafa valdið gríðarlegu tjóni í suðvesturhluta Evrópu undanfarna viku. Rúmlega þúsund manns hafa látist í hitabylgjunni og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Fleiri svæði lengra til norðurs eru sömuleiðis íaukinni hættu fyrir skógareldum. Í Belgíu, Hollandi, og Þýskalandi er gert ráð fyrir methita. Fjöldi skógarelda hafa logað dögum saman í Portúgal, á Spáni og víðar. Hitinn er meðal annars gríðarlegur í Frakklandi. AP/Michel Spingler Petteri Taalas, framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir viðbúið aðhitamet muni halda áfram að falla þar sem ríki heims hafi ekki gripið til nægjanlegra aðgerða til að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinganna. „Ég vona að slíkir viðburðir veki ríkisstjórnir til umhugsunar,“ sagði hann. „Hitabylgjur sem þessar verða sífellt algengari á næstu áratugum. Neikvæð tilhneiging á sviði loftslagsmála heldur áfram til áranna eftir 2060 óháð árangri okkar við að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga.“ Veður Bretland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar. 19. júlí 2022 15:52 „Heitasti tími dagsins enn eftir“ Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. 19. júlí 2022 12:13 Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. 19. júlí 2022 11:31 Heimsbyggðin þurfi að velja: „Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð“ Hundruð skógarelda brenna víðs vegar um Evrópu í mikilli hitabylgju sem orðið hefur fjölda fólks að aldurtila og valdið gríðarlegu tjóni. Samgöngur lömuðust um stóran hluta Bretlandseyja í dag og Luton flugvelli var lokað. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina á krossgötum. 18. júlí 2022 22:26 Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Rauð hita viðvörun hefur verið í gildi á stóru svæði í Bretlandi frá því í gær en í dag fór hitinn hæst í 40,3 gráður í Coningsby. Fyrra met var frá 2019 þegar hitinn fór í 38,7 gráður. Það met féll í mörgum borgum Bretlands í dag, eða á að minnsta kosti 34 stöðum samkvæmt upplýsingum frá bresku veðurstofunni. „Þetta veðurfar er algjörlega fordæmalaust. Við höfum aldrei áður séð slíkar hitatölur í reiknilíkönum okkar,“ sagði Penelope Endersby, forstjóri Veðurstofu Bretlands, í morgun um stöðu mála. Neyðarástandi var lýst yfir í og við Lundúni vegna eldsvoða í gróðri sem náði að læsa sig í íbúðabyggingar. Mikið álag hefur verið á slökkviliðsmönnum í allan dag og hafa yfirvöld biðlað til almennings að forðast það að tendra eld utandyra. Here are the highest temperatures across the country today At least 34 sites have exceeded the UK's previous national record of 38.7°C #heatwave2022 #heatwave pic.twitter.com/QwwfzLWZpc— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Hitabylgjan hefur fært sig norður á bóginn eftir að hafa valdið gríðarlegu tjóni í suðvesturhluta Evrópu undanfarna viku. Rúmlega þúsund manns hafa látist í hitabylgjunni og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Fleiri svæði lengra til norðurs eru sömuleiðis íaukinni hættu fyrir skógareldum. Í Belgíu, Hollandi, og Þýskalandi er gert ráð fyrir methita. Fjöldi skógarelda hafa logað dögum saman í Portúgal, á Spáni og víðar. Hitinn er meðal annars gríðarlegur í Frakklandi. AP/Michel Spingler Petteri Taalas, framkvæmdastjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir viðbúið aðhitamet muni halda áfram að falla þar sem ríki heims hafi ekki gripið til nægjanlegra aðgerða til að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinganna. „Ég vona að slíkir viðburðir veki ríkisstjórnir til umhugsunar,“ sagði hann. „Hitabylgjur sem þessar verða sífellt algengari á næstu áratugum. Neikvæð tilhneiging á sviði loftslagsmála heldur áfram til áranna eftir 2060 óháð árangri okkar við að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga.“
Veður Bretland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar. 19. júlí 2022 15:52 „Heitasti tími dagsins enn eftir“ Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. 19. júlí 2022 12:13 Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. 19. júlí 2022 11:31 Heimsbyggðin þurfi að velja: „Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð“ Hundruð skógarelda brenna víðs vegar um Evrópu í mikilli hitabylgju sem orðið hefur fjölda fólks að aldurtila og valdið gríðarlegu tjóni. Samgöngur lömuðust um stóran hluta Bretlandseyja í dag og Luton flugvelli var lokað. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina á krossgötum. 18. júlí 2022 22:26 Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Berjast við fjölda elda í og við Lundúnir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Lundúnum þar sem margir eldar hafa kviknað á sama tíma og mikil hitabylgja gengur yfir Bretland og hitamet hafa verið slegin. Hundruð slökkviliðsmanna vinna nú hörðum höndum við að berjast við elda í borginni og úthverfum hennar. 19. júlí 2022 15:52
„Heitasti tími dagsins enn eftir“ Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. 19. júlí 2022 12:13
Hitamet slegið og von á enn meiri hækkun Svo virðist sem að hitamet hafi verið slegið í Bretlandi í morgun og er útlit fyrir að metið gæti verið slegið um allt að þrjár gráður. Hitamælar í Charlwood í Surrey sýndu í morgun 39,1 gráðu hita og verði sú mæling staðfest er það hæsta hitastig sem mælst hefur á Bretlandseyjum frá því mælingar hófust. 19. júlí 2022 11:31
Heimsbyggðin þurfi að velja: „Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð“ Hundruð skógarelda brenna víðs vegar um Evrópu í mikilli hitabylgju sem orðið hefur fjölda fólks að aldurtila og valdið gríðarlegu tjóni. Samgöngur lömuðust um stóran hluta Bretlandseyja í dag og Luton flugvelli var lokað. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina á krossgötum. 18. júlí 2022 22:26
Íbúum í Suður-Evrópu gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda Frönsk stjórnvöld hafa fyrirskipað um sextán þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hættu af skógareldum í suðvesturhluta landsins. Eldar ógna einnig svæðum á Spáni, Grikklandi og í Króatíu. 18. júlí 2022 07:59