Martens meiddist á fæti í lokaleik hollenska liðsins í C-riðli þar sem liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum með 4-1 sigri. Hún var tekin af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.
❌ Lieke Martens' #WEURO2022 is over.
— DAZN Football (@DAZNFootball) July 19, 2022
She picked up a foot injury in the last group stage match against Switzerland and is out for the rest of the tournament. Speedy recovery @liekemartens1 🧡 pic.twitter.com/I9SGpCuWFM
Þetta er ekki fyrsta áfall hollenska liðsins á mótinu, en fyrir tæpri viku greindist Vivianne Miedema, markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, með kórónuveiruna og er ekki enn komin aftur á völlinn. Þá meiddist aðalmarkvörður liðsins, Jacintha Weimar, í fyrsta leik mótsins og hún verður ekki meira með.
Lieke Martens hefur undanfarin fimm ár leikið með einu allra besta félagsliði heims, Barcelona. Hún mun svo færa sig yfir til Parísar á næsta tímabili þar sem hún mun leika með PSG. Þrátt fyrir að vera enn aðeins 29 ára gömul á hún að baki 139 leiki fyrir hollenska landsliðið sem gerir hana að fimmta leikjahæsta leikmanni liðsins.
Hollendingar mæta Frökkum á átta liða úrslitum næstkomandi föstudag. Liðið sem hefur betur í þeirri viðureign mætir svo annað hvort Þýskalandi eða Austurríki í undanúrslitum á miðvikudaginn eftir rúma viku.